ESB fyrirvararnir halda ekki! 19. ágúst 2010 06:00 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur hefur skrifað greinar í Fréttablaðið að undanförnu um Evrópusambandið. Eða öllu heldur, hann hefur skrifað greinar um þá sem skrifa um Evrópusambandið. Og niðurstaða hans er að þeir sem eru andvígir því að Ísland gangi í ESB fari með fleipur, séu haldnir órum eða segi tröllasögur. Það staðhæfir þessi ágæti rithöfundur sem í hinu orðinu kallar eftir málefnalegri umræðu, segir að „óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni.“ Síðasta grein hans heitir Vinstri græn og Evrópusambandið og fjallar aðallega um meint „raus“ Ögmundar Jónassonar. „Raus“ heitir það þegar andstæðingar ESB aðildar færa rök fyrir máli sínu. Í ágætri grein hafði Ögmundur rakið hvernig áhersla á markaðsvæðingu almannþjónustunnar hefði færst í vöxt samkvæmt tilskipunum frá Brussel, sótt hefði verið að samningsréttarkerfum launafólks og stefnumótun innan Evrópusambandsins færi í vaxandi mæli fram í dómssölum: „Þetta virðist mér vera að gerast“ skrifar ÖJ, „á vettvangi ESB: Aukin framsókn markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða meira stefnumótandi í málum sem eru í eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg úrlausnarefni, og snúa að skipulagi samfélagsins. Þetta vekur spurningar um hvort og hve lengi fyrirvarar sem kann að verða samið um halda gagnvart jafnræðisreglum sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafnræðið snýr að markaðnum hafa félagslegir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti.” Hér er vikið að grundvallarmáli. Halda fyrirvarar sem nú kann að verða samið um? Ekki minni maður en Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, segir svo ekki vera. Á sameiginlegum fréttamannafundi 27. júlí sl. með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, lýsti stækkunarstjóri ESB því yfir að það væri „ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ aðeins tímabundna aðlögun. Þegar í ofanálag bætist aukið vægi dómstólanna sem Ögmundur Jónasson vísar til, er veruleg ástæða til að velta fyrir sér hvort hugsanlegir ávinningar við samningaborð séu til að treysta á. Svo virðist ekki vera samkvæmt því sem best verður séð. Sér Guðmundur Andri aðra fleti sem ég kem ekki auga á hvað þetta snertir? Hvernig væri að hann léti af skætingsskrifum og hæfi málefnalega umræðu, til dæmis um þetta atriði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðanir Skoðun Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur hefur skrifað greinar í Fréttablaðið að undanförnu um Evrópusambandið. Eða öllu heldur, hann hefur skrifað greinar um þá sem skrifa um Evrópusambandið. Og niðurstaða hans er að þeir sem eru andvígir því að Ísland gangi í ESB fari með fleipur, séu haldnir órum eða segi tröllasögur. Það staðhæfir þessi ágæti rithöfundur sem í hinu orðinu kallar eftir málefnalegri umræðu, segir að „óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni.“ Síðasta grein hans heitir Vinstri græn og Evrópusambandið og fjallar aðallega um meint „raus“ Ögmundar Jónassonar. „Raus“ heitir það þegar andstæðingar ESB aðildar færa rök fyrir máli sínu. Í ágætri grein hafði Ögmundur rakið hvernig áhersla á markaðsvæðingu almannþjónustunnar hefði færst í vöxt samkvæmt tilskipunum frá Brussel, sótt hefði verið að samningsréttarkerfum launafólks og stefnumótun innan Evrópusambandsins færi í vaxandi mæli fram í dómssölum: „Þetta virðist mér vera að gerast“ skrifar ÖJ, „á vettvangi ESB: Aukin framsókn markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða meira stefnumótandi í málum sem eru í eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg úrlausnarefni, og snúa að skipulagi samfélagsins. Þetta vekur spurningar um hvort og hve lengi fyrirvarar sem kann að verða samið um halda gagnvart jafnræðisreglum sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafnræðið snýr að markaðnum hafa félagslegir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti.” Hér er vikið að grundvallarmáli. Halda fyrirvarar sem nú kann að verða samið um? Ekki minni maður en Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, segir svo ekki vera. Á sameiginlegum fréttamannafundi 27. júlí sl. með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, lýsti stækkunarstjóri ESB því yfir að það væri „ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ aðeins tímabundna aðlögun. Þegar í ofanálag bætist aukið vægi dómstólanna sem Ögmundur Jónasson vísar til, er veruleg ástæða til að velta fyrir sér hvort hugsanlegir ávinningar við samningaborð séu til að treysta á. Svo virðist ekki vera samkvæmt því sem best verður séð. Sér Guðmundur Andri aðra fleti sem ég kem ekki auga á hvað þetta snertir? Hvernig væri að hann léti af skætingsskrifum og hæfi málefnalega umræðu, til dæmis um þetta atriði?
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun