Lífið

Baulað á Whitney á Englandi

Whitney tekur gagnrýninni með stóískri ró og virðist sækja sér kraft í Biblíuna.
Whitney tekur gagnrýninni með stóískri ró og virðist sækja sér kraft í Biblíuna.
Aðdáendur Whitney Houston voru ekki ánægðir með tónleika hennar í Birmingham á Englandi í gærkvöldi. Þeir bauluðu og voru með frammíköll, auk þess að það fór mjög illa í salinn þegar Whitney hvarf af sviðinu í tíu mínútur til að skipta um kjól.

"Þetta var mjög erfiður salur," sagði söngkonan við Daily Mail eftir tónleikana. "Ég er ennþá í vandræðum með hálsinn, geri ekkert annað en að bryðja hálstöflur. Ég heyrði að fólkið var svolítið fúlt og ég skil það alveg. Mér fannst þetta samt æði og er ánægð með að vera komin í gang."

Tónleikaferðalag Whitney hefur gengið hrikalega. Fyrst fékk hún hræðilega dóma í Ástralíu. Svo var hún lögð inn á spítala í París og aflýsti nokkrum tónleikum. Fjölmiðlaheimurinn stökk til og hélt að hún væri fallin í dópgryfjuna sem hún var lengi föst í. Whitney segir þetta aðeins hafa verið vegna mikilla ofnæmisviðbragða.

Whitney reynir að laga ástandið meðal annars með því að biðja til Guðs. Hún heldur daglega bænastund með starfsfólki sínu þar sem hún les upp úr Biblíunni.








Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.