Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 7. apríl 2010 18:42 Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. Skilanefnd Glitnis stefndi þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni rétt fyrir páska. Árið 2007 voru ráðandi eigendur Glitnis banka félög sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson stýrðu. Höfðu þeir yfirráð yfir amk 40% af útgefnu hlutafé bankans. Lárus Welding, forstjóri bankans, var einnig formaður áhættunefndar. Tveir af þeim starfsmönnum sem stefnt er sátu í áhættunefnd en auk þess útbjó einn starfsmaður lánasamninginn sem er grundvöllur stefnunnar. Þann 5. maí 2008 funduðu Jón Ásgeir og Lárus ásamt Gunnar Sigurðssyni, forstjóra Baugs Group um möguleg kaup bankans á hlut Pálma í breska fyrirtækinu Aurum en félag hans Fons, átti hlutabréf í félaginu. Eftir fundinn sendi Gunnar tölvupóst til Lárusar og Jóns Ásgeirs þar sem hann lagði til bankinn myndi kaupa hlutabréf í Aurum af Pálma. Kaupverðið væri 6 milljarðar og ætti Pálmi að fá 2,2 milljarða króna í cash. Jón Ásgeir átti að fá helming þess fjár. Aurum var skráð í Bretlandi og átti dótturfélög, m.a. Goldsmith og var iðulega vísað til þess fyrirtækis þegar viðskiptafléttan var rædd. Í bókhaldi Fons var verðmæti félagsins í Aurum 1,4 milljarðar króna þann 1. janúar 2008. Þessi sömu bréf urðu í júlí 2008 - eða hálfu ári síðar, andlag kaupsamnings milli Fons og dótturfélagsins FS38 þar sem kaupverð þeirra var 6 milljarðar króna. Kaupin voru fjármögnuð af bankanum samkvæmt ákvörðun fyrrverandi starfsmanna bankans. Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóstsamskipti vegna þessara viðskipta.Jóni Ásgeiri er líka stefnt af skilanefnd Glitnis. Mynd/ Anton.11. maí 2008 sendir Jón Ásgeir póst til Lárusar undir yfirskriftinni næstu skref. Þar segir m.a. „Klára Goldsmith ef þessu 1 milljarði sem ég átti að fá greitt þarf 250 að fara til að borga yfirdrátt hjá GLB prinsip mál að vera ekki með persónulegar skuldir í mér. Rest get ég í raun geymt hjá GLB." 22. maí sendir Jón Ásgeir enn fyrirmæli í tölvupósti á Lárus undir fyrirsögninni: „Þetta eru málin sem ég er að bögga ykkur með.... setti þetta skýrt upp the Bonus way svo við getum með einföldum hætti klárað." Í póstinum segir m.a. : „...ef við komum þessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður Glitnis." Lárus áframsendir þennan póst á nokkra starfsmenn bankans með þeim fyrirmælum að taka málið fyrir. Stuttu síðar sendir Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar bankans, tölvupóst til Lárusar: „Mér finnst hinn góði eigandi okkar aðeins setja þig í erfiða stöðu með þessum mail. Goldsmith er t.d. virði 1,5 en ekki 4 osfrv." Ríflega mánuði síðar voru bréfin tilgreind sem 6 milljarða króna virði. Á þessum tíma var Fons í verulegum vanskilum og því var farin sú leið að FS38, dótturfélag Fons, fékk lánið. Í lánabeiðninni kemur fram að lánið, 6 milljarðar, sé ætlað til að fjármagna kaup félagsins á hlutabréfum Fons í Aurum og ætlunin væri að nýta lánið að hluta til að greiða vanskil Fons við bankann. Eiginleg útgreiðsla úr bankanum væru 2 milljarðar, 1 til Jóns Ásgeirs og 1 til Pálma. Lánabeiðnin var afgreidd utan fundar áhættunefndar bankans af starfsmönnum Glitnis sem nú hefur verið stefnt. Daginn eftir sendir Einar Örn tölvupóst til Lárusar: „Verð að viðurkenna að ég skil ekki afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman, áður en hann fer á hausinn. Í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu." 16. júlí var gerður lánasamningur milli bankans og FS38 ehf upp á 6 milljarða króna. Á gjalddaga lánsins í júlí 2009 voru engar eignir í FS38 til að mæta greiðslu þess. Fons var tekið til gjaldþrotaskipta 9 mánuðum síðar. Aurum Holding málið Stefna Glitnis Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Pálmi Haraldsson: Beitti ekki blekkingum til þess að fá milljarð Pálmi Haraldsson, sem hefur verið stefnt af Glitni ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Gltinis, segist ekki hafa beitt blekkingum til þess að fá milljarð lánaðan. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér en þar segir orðrétt: 8. apríl 2010 15:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. Skilanefnd Glitnis stefndi þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni rétt fyrir páska. Árið 2007 voru ráðandi eigendur Glitnis banka félög sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson stýrðu. Höfðu þeir yfirráð yfir amk 40% af útgefnu hlutafé bankans. Lárus Welding, forstjóri bankans, var einnig formaður áhættunefndar. Tveir af þeim starfsmönnum sem stefnt er sátu í áhættunefnd en auk þess útbjó einn starfsmaður lánasamninginn sem er grundvöllur stefnunnar. Þann 5. maí 2008 funduðu Jón Ásgeir og Lárus ásamt Gunnar Sigurðssyni, forstjóra Baugs Group um möguleg kaup bankans á hlut Pálma í breska fyrirtækinu Aurum en félag hans Fons, átti hlutabréf í félaginu. Eftir fundinn sendi Gunnar tölvupóst til Lárusar og Jóns Ásgeirs þar sem hann lagði til bankinn myndi kaupa hlutabréf í Aurum af Pálma. Kaupverðið væri 6 milljarðar og ætti Pálmi að fá 2,2 milljarða króna í cash. Jón Ásgeir átti að fá helming þess fjár. Aurum var skráð í Bretlandi og átti dótturfélög, m.a. Goldsmith og var iðulega vísað til þess fyrirtækis þegar viðskiptafléttan var rædd. Í bókhaldi Fons var verðmæti félagsins í Aurum 1,4 milljarðar króna þann 1. janúar 2008. Þessi sömu bréf urðu í júlí 2008 - eða hálfu ári síðar, andlag kaupsamnings milli Fons og dótturfélagsins FS38 þar sem kaupverð þeirra var 6 milljarðar króna. Kaupin voru fjármögnuð af bankanum samkvæmt ákvörðun fyrrverandi starfsmanna bankans. Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóstsamskipti vegna þessara viðskipta.Jóni Ásgeiri er líka stefnt af skilanefnd Glitnis. Mynd/ Anton.11. maí 2008 sendir Jón Ásgeir póst til Lárusar undir yfirskriftinni næstu skref. Þar segir m.a. „Klára Goldsmith ef þessu 1 milljarði sem ég átti að fá greitt þarf 250 að fara til að borga yfirdrátt hjá GLB prinsip mál að vera ekki með persónulegar skuldir í mér. Rest get ég í raun geymt hjá GLB." 22. maí sendir Jón Ásgeir enn fyrirmæli í tölvupósti á Lárus undir fyrirsögninni: „Þetta eru málin sem ég er að bögga ykkur með.... setti þetta skýrt upp the Bonus way svo við getum með einföldum hætti klárað." Í póstinum segir m.a. : „...ef við komum þessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður Glitnis." Lárus áframsendir þennan póst á nokkra starfsmenn bankans með þeim fyrirmælum að taka málið fyrir. Stuttu síðar sendir Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar bankans, tölvupóst til Lárusar: „Mér finnst hinn góði eigandi okkar aðeins setja þig í erfiða stöðu með þessum mail. Goldsmith er t.d. virði 1,5 en ekki 4 osfrv." Ríflega mánuði síðar voru bréfin tilgreind sem 6 milljarða króna virði. Á þessum tíma var Fons í verulegum vanskilum og því var farin sú leið að FS38, dótturfélag Fons, fékk lánið. Í lánabeiðninni kemur fram að lánið, 6 milljarðar, sé ætlað til að fjármagna kaup félagsins á hlutabréfum Fons í Aurum og ætlunin væri að nýta lánið að hluta til að greiða vanskil Fons við bankann. Eiginleg útgreiðsla úr bankanum væru 2 milljarðar, 1 til Jóns Ásgeirs og 1 til Pálma. Lánabeiðnin var afgreidd utan fundar áhættunefndar bankans af starfsmönnum Glitnis sem nú hefur verið stefnt. Daginn eftir sendir Einar Örn tölvupóst til Lárusar: „Verð að viðurkenna að ég skil ekki afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman, áður en hann fer á hausinn. Í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu." 16. júlí var gerður lánasamningur milli bankans og FS38 ehf upp á 6 milljarða króna. Á gjalddaga lánsins í júlí 2009 voru engar eignir í FS38 til að mæta greiðslu þess. Fons var tekið til gjaldþrotaskipta 9 mánuðum síðar.
Aurum Holding málið Stefna Glitnis Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Pálmi Haraldsson: Beitti ekki blekkingum til þess að fá milljarð Pálmi Haraldsson, sem hefur verið stefnt af Glitni ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Gltinis, segist ekki hafa beitt blekkingum til þess að fá milljarð lánaðan. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér en þar segir orðrétt: 8. apríl 2010 15:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32
Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51
Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28
Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00
Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00
Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03
Pálmi Haraldsson: Beitti ekki blekkingum til þess að fá milljarð Pálmi Haraldsson, sem hefur verið stefnt af Glitni ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Gltinis, segist ekki hafa beitt blekkingum til þess að fá milljarð lánaðan. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér en þar segir orðrétt: 8. apríl 2010 15:01