Erlent

Vuvuzela-lúðrarnir bannaðir á rúgbý-landsleik í Suður-Afríku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spánverjar blása í Vuvuzela-lúðra á HM.
Spánverjar blása í Vuvuzela-lúðra á HM. Mynd/AFP
Alþjóðaknattspyrnusambandið gerði engar athugasemdir við hávaðann frá

vuvuzela-lúðrunum á meðan á HM í fótbolta í Suður-Afríku stóð en það gengur þó ekki sama yfir alla íþróttaviðburði í landinu.

Vuvuzela-lúðrarnir hafa nefnilega verið bannaðir á rúgbý-leik sem fram fer 21. ágúst á Soccer City leikvanginum í Jóhannesarborg þegar landslið Suður-Afríku mætir Nýja-Sjálandi.

„Við erum búnir að kanna þetta nokkuð eftir að við fengum beiðnir frá leikmönnum og starfsmönnum liðanna um að banna þessa lúðra. Þeir sögðu að það yrði alltof erfitt að halda uppi samskiptum sín á milli í þessum hávaða," sagði Kevin de Klerk um ákvörðunina en hann er formaður í suður-afríska félaginu Golden Lions sem heldur leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×