Ekki meir, ekki meir Svavar Gestsson skrifar 7. október 2010 06:00 Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingismennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kanski komið í lög að alþingishúsið megi eyðileggja með drullukasti. Hvar er húsfriðunarnefnd? Það er verið að bera fólk út. Fólk á ekki fyrir mat. Það eru langar biðraðir eftir mat. Neyðin hefur kvatt dyra á þúsundum íslenskra heimila. Í örvinglan er fólk að kasta tómatsósu í alþingishúsið. Hvað hefur alþingishúsið gert fólki? Alþingishúsið er ekki sökudólgurinn. Er alþingishúsið tákn fyrir valdið? Þarf þá ekki að muna að Alþingi er líka tákn fyrir það vald sem við sóttum af Dönum fyrir 66 árum? Þarf ekki að hafa í huga að alþingishúsið er aðsetur lýðræðisins og lýðræðið er besta stjórnarformið sem hefur verið fundið upp nokkru sinni? Alþingi er tákn þess valds sem við eigum að hafa vit á að hafa fyrir okkur sjálf. En valdið sem er vandamál í dag er auðvaldið - ekki Alþingi. Það er auðvaldið sem ber ábyrgð á hruninu. Auðvaldið á ekki heima í alþingishúsinu nema kanski innan í einum og einum þingmanni. Vel á minnst: Af hverju tekur enginn alþingismaður upp hanskann fyrir alþingishúsið? Af hverju reynir enginn að útskýra hlutverk Alþingis og alþingishússins? Fjöldi fólks öskrar í hljóðnemana að það eigi að leggja Alþingi niður, að það eigi að loka Alþingi. Viljum við einræði? Nei, við viljum ekki einræði. Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeldisaðgerð. Það er ekki í lagi að trufla Alþingi að störfum. Alþingi á að starfa - á að tala og á að komast að niðurstöðum. Hámark hinna undarlegu viðburða er þó þingmaðurinn sem tekur sér leyfi frá þingstörfum og tekur inn varamann og mætir á Austurvöll til að berja tunnur. Á kanski að flytja Alþingi í burtu, vestur á firði? Á að byggja plexíglerhús yfir alþingishúsið og kannski dómkirkjuna í leiðinni? Á Alþingi kanski að funda í tjaldi sem er færanlegt? Eða er það kanski lausn að leyfa alþingishúsinu að vera með ummerkjunum áfram, að láta sturta yfir það rusli og skít, dag eftir dag, nótt eftir nótt? Því meira því betra. Og safna skítnum saman í hauga. Er það ekki falleg tilhugsun þegar skítahaugarnir eru orðnir svo háir að það sést ekki í alþingishúsið lengur? Leysir það vandann að stafla fleiri tunnum fyrir utan þinghúsið svo fleiri geti komið og lamið? Vilja kanski fleiri þingmenn taka sér frí frá þingstörfum til að berja tunnur fyrir utan alþingishúsið? Það er þekktur málsháttur að það glymur hæst í tómri tunnu. Sá málsháttur átti við innantómt fólk. Á kanski að halda upp á 200 ára ártíð Jóns Sigurðssonar með því að eyðileggja alþingishúsið þetta örhýsi lýðræðisins á Íslandi? Það er úrslitaatriði fyrir íslenska alþýðu að hún eigi sér virkt lýðræði og þingræði. Það getur verið að auðstéttin lifi þetta allt af og hún flytji úr landi ef illa fer. Hún hefur arðrænt samfélagið í áratugi og hún bíður greinilega blóðþyrst eftir því að fá að ráða öllu aftur. Alþingishúsið breytir engu fyrir hana. En það er úrslitaatriði fyrir kjör almennings á Íslandi að fólk geti knúið fram með félagslegum hætti ákvarðanir í sína þágu - á Alþingi. Það á að safna liði með skipulegum hætti og berjast fyrir bættu þjóðfélagi, gegn auðvaldinu og umboðsmönnum hennar. Það leysir engan vanda að kasta grjóti, drullu og matarafgöngum í alþingishúsið eða dómkirkjuna. Ekki meir, ekki meir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingismennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kanski komið í lög að alþingishúsið megi eyðileggja með drullukasti. Hvar er húsfriðunarnefnd? Það er verið að bera fólk út. Fólk á ekki fyrir mat. Það eru langar biðraðir eftir mat. Neyðin hefur kvatt dyra á þúsundum íslenskra heimila. Í örvinglan er fólk að kasta tómatsósu í alþingishúsið. Hvað hefur alþingishúsið gert fólki? Alþingishúsið er ekki sökudólgurinn. Er alþingishúsið tákn fyrir valdið? Þarf þá ekki að muna að Alþingi er líka tákn fyrir það vald sem við sóttum af Dönum fyrir 66 árum? Þarf ekki að hafa í huga að alþingishúsið er aðsetur lýðræðisins og lýðræðið er besta stjórnarformið sem hefur verið fundið upp nokkru sinni? Alþingi er tákn þess valds sem við eigum að hafa vit á að hafa fyrir okkur sjálf. En valdið sem er vandamál í dag er auðvaldið - ekki Alþingi. Það er auðvaldið sem ber ábyrgð á hruninu. Auðvaldið á ekki heima í alþingishúsinu nema kanski innan í einum og einum þingmanni. Vel á minnst: Af hverju tekur enginn alþingismaður upp hanskann fyrir alþingishúsið? Af hverju reynir enginn að útskýra hlutverk Alþingis og alþingishússins? Fjöldi fólks öskrar í hljóðnemana að það eigi að leggja Alþingi niður, að það eigi að loka Alþingi. Viljum við einræði? Nei, við viljum ekki einræði. Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeldisaðgerð. Það er ekki í lagi að trufla Alþingi að störfum. Alþingi á að starfa - á að tala og á að komast að niðurstöðum. Hámark hinna undarlegu viðburða er þó þingmaðurinn sem tekur sér leyfi frá þingstörfum og tekur inn varamann og mætir á Austurvöll til að berja tunnur. Á kanski að flytja Alþingi í burtu, vestur á firði? Á að byggja plexíglerhús yfir alþingishúsið og kannski dómkirkjuna í leiðinni? Á Alþingi kanski að funda í tjaldi sem er færanlegt? Eða er það kanski lausn að leyfa alþingishúsinu að vera með ummerkjunum áfram, að láta sturta yfir það rusli og skít, dag eftir dag, nótt eftir nótt? Því meira því betra. Og safna skítnum saman í hauga. Er það ekki falleg tilhugsun þegar skítahaugarnir eru orðnir svo háir að það sést ekki í alþingishúsið lengur? Leysir það vandann að stafla fleiri tunnum fyrir utan þinghúsið svo fleiri geti komið og lamið? Vilja kanski fleiri þingmenn taka sér frí frá þingstörfum til að berja tunnur fyrir utan alþingishúsið? Það er þekktur málsháttur að það glymur hæst í tómri tunnu. Sá málsháttur átti við innantómt fólk. Á kanski að halda upp á 200 ára ártíð Jóns Sigurðssonar með því að eyðileggja alþingishúsið þetta örhýsi lýðræðisins á Íslandi? Það er úrslitaatriði fyrir íslenska alþýðu að hún eigi sér virkt lýðræði og þingræði. Það getur verið að auðstéttin lifi þetta allt af og hún flytji úr landi ef illa fer. Hún hefur arðrænt samfélagið í áratugi og hún bíður greinilega blóðþyrst eftir því að fá að ráða öllu aftur. Alþingishúsið breytir engu fyrir hana. En það er úrslitaatriði fyrir kjör almennings á Íslandi að fólk geti knúið fram með félagslegum hætti ákvarðanir í sína þágu - á Alþingi. Það á að safna liði með skipulegum hætti og berjast fyrir bættu þjóðfélagi, gegn auðvaldinu og umboðsmönnum hennar. Það leysir engan vanda að kasta grjóti, drullu og matarafgöngum í alþingishúsið eða dómkirkjuna. Ekki meir, ekki meir.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun