Íþrótt, ekki músík Jónas Sen skrifar 10. desember 2010 00:01 Il grande tenore með Kristjáni Jóhannssyni. Tónlist Il grande tenore Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson náði á sínum tíma eftirtektarverðrum árangri á erlendri grund. Það komast ekki allir söngvarar á sviðið í Metropolitan-óperunni. Hann er kraftmikill og sviðið fer honum vel. Hann á greinilegt auðvelt með að koma fram.Gallinn við Kristján er að hann er ekki sérlega músíkalskur. Hann hefur litla tilfinningu fyrir hinu óáþreifanlega í tónlistinni, skáldskapnum og fegurðinni. Röddin er (eða var) flott en það er ekki nóg. Dýptina í túlkunina vantar allt of oft. Kristján syngur flest eins. Hann líkist leikara sem hefur bara tvenn svipbrigði. Hápunktarnir í aríunum eru ekki hámark tilfinningaólgu sem hrífur hlustandann. Þeir eru bara íþróttaafrek, stangarstökk, vítaspyrna. Ekki músík.Þetta kemur berlega í ljós á nýútkominni þrefaldri geislaplötu. Fyrstu upptökurnar eru frá 1970, þær síðustu frá því í ár. Kristján er magnaðastur í litlum lögum þar sem hann má ekki þenja sig. Þau koma mörg vel út. Óperuaríurnar eru hins vegar sjaldnast spennandi í meðförum hans. Á köflum eru þær bara samansafn af klisjum.Tónlistarsögulega séð er þetta ágæt útgáfa. Hún gefur góða mynd af Kristjáni á mismunandi skeiðum. En fyrir þá sem unna tónlist og vilja hlusta á alvöru túlkun og alvöru list er best að leita á önnur mið.Niðurstaða: Fremur klisjukennd og einhæf túlkun er allt of algeng í söng Kristjáns Jóhannssonar. Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Il grande tenore Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson náði á sínum tíma eftirtektarverðrum árangri á erlendri grund. Það komast ekki allir söngvarar á sviðið í Metropolitan-óperunni. Hann er kraftmikill og sviðið fer honum vel. Hann á greinilegt auðvelt með að koma fram.Gallinn við Kristján er að hann er ekki sérlega músíkalskur. Hann hefur litla tilfinningu fyrir hinu óáþreifanlega í tónlistinni, skáldskapnum og fegurðinni. Röddin er (eða var) flott en það er ekki nóg. Dýptina í túlkunina vantar allt of oft. Kristján syngur flest eins. Hann líkist leikara sem hefur bara tvenn svipbrigði. Hápunktarnir í aríunum eru ekki hámark tilfinningaólgu sem hrífur hlustandann. Þeir eru bara íþróttaafrek, stangarstökk, vítaspyrna. Ekki músík.Þetta kemur berlega í ljós á nýútkominni þrefaldri geislaplötu. Fyrstu upptökurnar eru frá 1970, þær síðustu frá því í ár. Kristján er magnaðastur í litlum lögum þar sem hann má ekki þenja sig. Þau koma mörg vel út. Óperuaríurnar eru hins vegar sjaldnast spennandi í meðförum hans. Á köflum eru þær bara samansafn af klisjum.Tónlistarsögulega séð er þetta ágæt útgáfa. Hún gefur góða mynd af Kristjáni á mismunandi skeiðum. En fyrir þá sem unna tónlist og vilja hlusta á alvöru túlkun og alvöru list er best að leita á önnur mið.Niðurstaða: Fremur klisjukennd og einhæf túlkun er allt of algeng í söng Kristjáns Jóhannssonar.
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira