Einar Már Jónsson: Radísurnar Einar Már Jónsson skrifar 21. apríl 2010 06:00 Í almennum ritum um sögu Frakklands á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar greinir frá því að þá var andúð á lýðræði útbreidd í landinu, uppivöðslusamir flokkar geystust um með hávaða og látum, haldnir voru mótmælafundir sem lyktaði stundum með óeirðum. Í febrúar 1934 var jafnvel reynt að ráðast á franska þinghúsið, og lágu þá margir í valnum; mikill ótti var við valdarán. Æ síðan hafa þessir óeirðaseggir og forsprakkar þeirra fengið mjög slæma pressu, þeir eru kenndir við „fasisma", umsvif þeirra eru tengd við það sem gerðist á þessum árum víða annars staðar í álfunni, og Frakkar hafa jafnan prísað sig sæla fyrir að ekki skuli neitt verra hafa hlotist af, þeir hafi sloppið við einræði af því tagi sem ruddi sér þá til rúms á Ítalíu, í Þýskalandi, á Spáni og víðar. En það var þó ekki stjórnmálamönnum að þakka, ef betur er rýnt í sögu þessara ára kemur í ljós að stór hluti ábyrgðarinnar á þessu ófremdarástandi lá hjá þeim; stundum liggur við að maður hugsi, að þeir hafi verið heppnir að sleppa eins vel og þeir gerðu eftir allt saman. Á þessum tíma virtist stjórnmálamannastéttin nánast alveg ráðvillt og duglaus. Það var eins og hún gæti ekki ráðið við neitt af þeim vandamálum sem þá steðjuðu að landsmönnum, enda virtust stjórnmálamenn naumast hafa neina stefnuskrá eða sannfæringu. Hins vegar tók hvert fjármálahneykslið við af öðru, og teygðu þau sig oft upp í æðstu stig stjórnmálanna. Þekktast þeirra er e.t.v. „Staviski-málið" svokallaða; því lauk á þann hátt að svikahrappurinn Staviski stytti sér aldur, en sá orðrómur gekk þó fjöllunum hærra að honum hefði verið komið fyrir kattarnef til að bjarga þeim mörgu pípuhöttum sem flæktir voru í málið. Sem dæmi um andrúmsloftið í landinu má nefna að sagt var um þingmenn róttæka flokksins að þeir væru „eins og radísur, rauðir að utan en hvítir að innan og alltaf við hliðina á smjörinu". Þegar „þriðja lýðveldið" lagði upp laupana voru þeir færri sem syrgðu það. Síðan eru liðin ár og dagur. Og nú fyrir skömmu, 14. og 21. mars, voru haldnar héraðsstjórnarkosningar í Frakklandi, en þeirra var beðið með nokkurri eftirvæntinu, því þetta voru fyrstu kosningarnar í landinu síðan Sarkozy var kjörinn forseti. Samkvæmt öllum fjölmiðlum varð niðurstaðan sú að vinstri flokkarnir unnu stórsigur en stjórnarflokkarnir biðu nánast afhroð. Í fyrri umferðinni fengu sósíalistar tæp þrjátíu af hundraði og voru langstærsti flokkur landsins, „græningjar" með Daniel Cohn-Bendit og Evu Joly í broddi fylkingar fengu rúm tólf af hundraði og kommúnistar ásamt bandamönnum sínum rúm sex af hundraði, og þótti það allmerkilegt "come back". Samanlagt fengu allir vinstri flokkarnir nálægt fimmtíu af hundraði. Flokkur Sarkozys fékk hins vegar aðeins rúm tuttugu og sex af hundraði, og hafði engan stóran bandamannaflokk að styðja sig við. Þetta fannst fréttaskýrendum hranaleg hirting. En þó var eitt sem skyggði dálítið á gleði sósíalista, án þess að vera nokkur huggun fyrir Sarkozy: fleiri sátu nú hjá en nokkurn tíma áður í sambærilegum kosningum. Reyndar hefur kosningaþátttaka í Frakklandi verið að minnka jafnt og þétt, eina undantekningin var forsetakosningin 2007 þegar frambjóðandanum Sarkozy tókst að skapa spnnu, en ef undanskildar eru „Evrópukosningarnar" sem enginn tekur alvarlega, hefur tala þeirra sem sitja hjá aldrei áður farið yfir helming manna á kjörskrá, a.m.k. ekki um langt skeið: nú var hún rúmlega fimmtíu og þrjú af hundraði. Við þetta bættist annað: „þjóðernisfylking" hins illræmda Le Pen, sem sumir voru á leiðinni að jarða, reis nú aftur upp eins og Þorgeirsboli og fékk tæp tólf af hundraði. Þetta þótti þeim mun merkilegra fyrir þá sök að sjálfur er Le Pen úr leik fyrir aldurs sakir, þótt hann virðist furðu ern, og er flokkurinn í höndum dóttur hans sem enn er ekki föst í sessi. Í rauninni var ekki hægt að skýra þetta nema á einn hátt: fremur en að vera „sigur" vinstri manna sýndu þessi kosningaúrslit djúpstætt vantraust og kannske andúð á stjórnmálamönnum yfirleitt. Kannske var atkvæðatala sósíalista einnig mótmæli fremur en stuðningur við leiðtoga flokksins, sem eru ekki einu sinni rauðir að utan. Þetta heyrir maður alls staðar ef maður gefur gaum að hvíslingum fólksins, menn hafna þeim stjórnmálamönnum sem standa ráðalausir gagnvart atvinnuleysi og versnandi lífskjörum en boða þær umbætur í heilbrigðismálum að loka sjúkrahúsum (einkum fæðingardeildum), þær umbætur í skólamálum að fækka kennurum og draga úr kennslu, og annað eftir því. Þótt ekki geysi neinir flokkar óeirðaseggja um götur að svo stöddu, eru þessi þöglu mótmæli síst betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Í almennum ritum um sögu Frakklands á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar greinir frá því að þá var andúð á lýðræði útbreidd í landinu, uppivöðslusamir flokkar geystust um með hávaða og látum, haldnir voru mótmælafundir sem lyktaði stundum með óeirðum. Í febrúar 1934 var jafnvel reynt að ráðast á franska þinghúsið, og lágu þá margir í valnum; mikill ótti var við valdarán. Æ síðan hafa þessir óeirðaseggir og forsprakkar þeirra fengið mjög slæma pressu, þeir eru kenndir við „fasisma", umsvif þeirra eru tengd við það sem gerðist á þessum árum víða annars staðar í álfunni, og Frakkar hafa jafnan prísað sig sæla fyrir að ekki skuli neitt verra hafa hlotist af, þeir hafi sloppið við einræði af því tagi sem ruddi sér þá til rúms á Ítalíu, í Þýskalandi, á Spáni og víðar. En það var þó ekki stjórnmálamönnum að þakka, ef betur er rýnt í sögu þessara ára kemur í ljós að stór hluti ábyrgðarinnar á þessu ófremdarástandi lá hjá þeim; stundum liggur við að maður hugsi, að þeir hafi verið heppnir að sleppa eins vel og þeir gerðu eftir allt saman. Á þessum tíma virtist stjórnmálamannastéttin nánast alveg ráðvillt og duglaus. Það var eins og hún gæti ekki ráðið við neitt af þeim vandamálum sem þá steðjuðu að landsmönnum, enda virtust stjórnmálamenn naumast hafa neina stefnuskrá eða sannfæringu. Hins vegar tók hvert fjármálahneykslið við af öðru, og teygðu þau sig oft upp í æðstu stig stjórnmálanna. Þekktast þeirra er e.t.v. „Staviski-málið" svokallaða; því lauk á þann hátt að svikahrappurinn Staviski stytti sér aldur, en sá orðrómur gekk þó fjöllunum hærra að honum hefði verið komið fyrir kattarnef til að bjarga þeim mörgu pípuhöttum sem flæktir voru í málið. Sem dæmi um andrúmsloftið í landinu má nefna að sagt var um þingmenn róttæka flokksins að þeir væru „eins og radísur, rauðir að utan en hvítir að innan og alltaf við hliðina á smjörinu". Þegar „þriðja lýðveldið" lagði upp laupana voru þeir færri sem syrgðu það. Síðan eru liðin ár og dagur. Og nú fyrir skömmu, 14. og 21. mars, voru haldnar héraðsstjórnarkosningar í Frakklandi, en þeirra var beðið með nokkurri eftirvæntinu, því þetta voru fyrstu kosningarnar í landinu síðan Sarkozy var kjörinn forseti. Samkvæmt öllum fjölmiðlum varð niðurstaðan sú að vinstri flokkarnir unnu stórsigur en stjórnarflokkarnir biðu nánast afhroð. Í fyrri umferðinni fengu sósíalistar tæp þrjátíu af hundraði og voru langstærsti flokkur landsins, „græningjar" með Daniel Cohn-Bendit og Evu Joly í broddi fylkingar fengu rúm tólf af hundraði og kommúnistar ásamt bandamönnum sínum rúm sex af hundraði, og þótti það allmerkilegt "come back". Samanlagt fengu allir vinstri flokkarnir nálægt fimmtíu af hundraði. Flokkur Sarkozys fékk hins vegar aðeins rúm tuttugu og sex af hundraði, og hafði engan stóran bandamannaflokk að styðja sig við. Þetta fannst fréttaskýrendum hranaleg hirting. En þó var eitt sem skyggði dálítið á gleði sósíalista, án þess að vera nokkur huggun fyrir Sarkozy: fleiri sátu nú hjá en nokkurn tíma áður í sambærilegum kosningum. Reyndar hefur kosningaþátttaka í Frakklandi verið að minnka jafnt og þétt, eina undantekningin var forsetakosningin 2007 þegar frambjóðandanum Sarkozy tókst að skapa spnnu, en ef undanskildar eru „Evrópukosningarnar" sem enginn tekur alvarlega, hefur tala þeirra sem sitja hjá aldrei áður farið yfir helming manna á kjörskrá, a.m.k. ekki um langt skeið: nú var hún rúmlega fimmtíu og þrjú af hundraði. Við þetta bættist annað: „þjóðernisfylking" hins illræmda Le Pen, sem sumir voru á leiðinni að jarða, reis nú aftur upp eins og Þorgeirsboli og fékk tæp tólf af hundraði. Þetta þótti þeim mun merkilegra fyrir þá sök að sjálfur er Le Pen úr leik fyrir aldurs sakir, þótt hann virðist furðu ern, og er flokkurinn í höndum dóttur hans sem enn er ekki föst í sessi. Í rauninni var ekki hægt að skýra þetta nema á einn hátt: fremur en að vera „sigur" vinstri manna sýndu þessi kosningaúrslit djúpstætt vantraust og kannske andúð á stjórnmálamönnum yfirleitt. Kannske var atkvæðatala sósíalista einnig mótmæli fremur en stuðningur við leiðtoga flokksins, sem eru ekki einu sinni rauðir að utan. Þetta heyrir maður alls staðar ef maður gefur gaum að hvíslingum fólksins, menn hafna þeim stjórnmálamönnum sem standa ráðalausir gagnvart atvinnuleysi og versnandi lífskjörum en boða þær umbætur í heilbrigðismálum að loka sjúkrahúsum (einkum fæðingardeildum), þær umbætur í skólamálum að fækka kennurum og draga úr kennslu, og annað eftir því. Þótt ekki geysi neinir flokkar óeirðaseggja um götur að svo stöddu, eru þessi þöglu mótmæli síst betri.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun