Anna Margrét Björnsson: Ísbjörn í Húsdýragarðinn? Anna Margrét Björnsson skrifar 18. maí 2010 06:00 Eftir nokkrar vikur ætla ég að hitta ísbjörninn Knút. Hver man ekki eftir þessum litla sæta hnoðra sem fæddist árið 2006 í dýragarðinum í Berlín og varð samstundis að poppstjörnu dýraríkisins? Knútur aflaði fimm milljón evra fyrir þýska dýragarðinn á því skemmtilega ári 2007. Ásókn í Zoo Berlin jókst um helming og auk þess var seldur ýmis konar varningur: stuttermabolir, derhúfur, lyklakippur og krúttlegir Knútsbangsar. Líkt og aðrar stjörnur þurfti Knútur að kljást við dökkar hliðar frægðarinnar. Þegar hann varð eins árs lýsti hirðirinn hans því yfir að hnoðri væri orðinn háður sviðsljósinu og færi að ýlfra þegar enginn veitti honum athygli. Knútur var orðinn geðveikur. Ísbjörnum farnast nefnilega skelfilega illa í dýragörðum. Þessi risastóru rándýr eru vön því að rölta yfir endalausar hvítar breiður norðursins í leit að bráð. Það er til fullt af fínum dýragörðum í heiminum en sama er hversu vel að böngsunum er búið þá er náttúrulegt rými þeirra um það bil milljón sinnum stærra en dýragarðsbúr. Þegar þessi stórfenglegu hvítu dýr eru lokuð inni verða þau stressuð og gera lítið annað en að ganga fram og til baka eins og vitstola fangar. dýraverndunarsamtök hafa harðlega gagnrýnt veru ísbjarna í dýragörðum og segja lífsskilyrði þeirra vægast sagt ömurleg þegar þeir eru teknir úr sínu eðlilega umhverfi. Dýr eins og ísbirnir sem ferðast um breitt svæði úti í náttúrunni fara verst af öllum þeim dýrum sem haldið er í dýragörðum samkvæmt rannsóknum. Á hinn bóginn eru svo aðrir umhverfissinnar sem telja að ísbirnir séu í svo bráðri útrýmingarhættu vegna hlýnunar jarðar að það sé hreint og beint skylda mannsins að varðveita nokkur eintök í dýragörðum. Dýragarðar eru í þeirra augum eins og nútímaútgáfan af örkinni hans Nóa. Sædýrasafnið hýsti eitt sinn ísbirni og aðbúnaður þeirra var víst svo skelfilegur að þeim var á endanum lógað. Meðaumkun með ísbjörnum þykir reyndar ekki töff á Íslandi enda um stórhættuleg dýr að ræða sem ekki er ráðlegt að mæta á kvöldgöngu í Skagafirðinum. Svona í ljósi þess að norðurskautið er að bráðna og til að skaða ekki frekar alþjóðlega ímynd okkar ættum við þó að íhuga deyfibyssuráðstafanir á Norðurlandi áður en bangsarnir verða umsvifalaust plaffaðir niður. Þegar Jón Gnarr nær kjöri sem borgarstjóri og setur ísbjörn í Húsdýragarðinn skora ég á hann að ráða bangsageðlækni og byggja risavaxna glerhöll með innbyggðum jökli og djúpu hafi. Eins konar Disneyland fyrir hvítabirni í Laugardalnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Margrét Björnsson Bakþankar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Eftir nokkrar vikur ætla ég að hitta ísbjörninn Knút. Hver man ekki eftir þessum litla sæta hnoðra sem fæddist árið 2006 í dýragarðinum í Berlín og varð samstundis að poppstjörnu dýraríkisins? Knútur aflaði fimm milljón evra fyrir þýska dýragarðinn á því skemmtilega ári 2007. Ásókn í Zoo Berlin jókst um helming og auk þess var seldur ýmis konar varningur: stuttermabolir, derhúfur, lyklakippur og krúttlegir Knútsbangsar. Líkt og aðrar stjörnur þurfti Knútur að kljást við dökkar hliðar frægðarinnar. Þegar hann varð eins árs lýsti hirðirinn hans því yfir að hnoðri væri orðinn háður sviðsljósinu og færi að ýlfra þegar enginn veitti honum athygli. Knútur var orðinn geðveikur. Ísbjörnum farnast nefnilega skelfilega illa í dýragörðum. Þessi risastóru rándýr eru vön því að rölta yfir endalausar hvítar breiður norðursins í leit að bráð. Það er til fullt af fínum dýragörðum í heiminum en sama er hversu vel að böngsunum er búið þá er náttúrulegt rými þeirra um það bil milljón sinnum stærra en dýragarðsbúr. Þegar þessi stórfenglegu hvítu dýr eru lokuð inni verða þau stressuð og gera lítið annað en að ganga fram og til baka eins og vitstola fangar. dýraverndunarsamtök hafa harðlega gagnrýnt veru ísbjarna í dýragörðum og segja lífsskilyrði þeirra vægast sagt ömurleg þegar þeir eru teknir úr sínu eðlilega umhverfi. Dýr eins og ísbirnir sem ferðast um breitt svæði úti í náttúrunni fara verst af öllum þeim dýrum sem haldið er í dýragörðum samkvæmt rannsóknum. Á hinn bóginn eru svo aðrir umhverfissinnar sem telja að ísbirnir séu í svo bráðri útrýmingarhættu vegna hlýnunar jarðar að það sé hreint og beint skylda mannsins að varðveita nokkur eintök í dýragörðum. Dýragarðar eru í þeirra augum eins og nútímaútgáfan af örkinni hans Nóa. Sædýrasafnið hýsti eitt sinn ísbirni og aðbúnaður þeirra var víst svo skelfilegur að þeim var á endanum lógað. Meðaumkun með ísbjörnum þykir reyndar ekki töff á Íslandi enda um stórhættuleg dýr að ræða sem ekki er ráðlegt að mæta á kvöldgöngu í Skagafirðinum. Svona í ljósi þess að norðurskautið er að bráðna og til að skaða ekki frekar alþjóðlega ímynd okkar ættum við þó að íhuga deyfibyssuráðstafanir á Norðurlandi áður en bangsarnir verða umsvifalaust plaffaðir niður. Þegar Jón Gnarr nær kjöri sem borgarstjóri og setur ísbjörn í Húsdýragarðinn skora ég á hann að ráða bangsageðlækni og byggja risavaxna glerhöll með innbyggðum jökli og djúpu hafi. Eins konar Disneyland fyrir hvítabirni í Laugardalnum.