Körfubolti

Phil Jackson: Leikmenn Miami munu biðja um Riley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Jackson.
Phil Jackson. Mynd/AFP

Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur blandað sér í umræðuna um framtíð Miami Heat og þjálfara þess Erik Spoelstra.

Miami-liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð og aðeins unnið 8 af fyrstu 15 leikjum sínum á tímabilinu. Væntingarnar til liðsins voru mjög miklar en spilamennskan og árangurinn fyrsta mánuðinn hefur valdið miklum vonbrigðum.

Jackson var í viðtali við útvarpsstöð í Chicago þar sem hann talaði um að það styttist í það, fari gengi liðsins ekki að lagast, að stórstjörnur Miami muni biðja um að Pat Riley tæki við þjálfun liðsins. Riley tók við liði Miami á svipuðum tímapunkti tímabilið 2005-2006 og gerði liðið þá að meisturum. Hann starfar nú sem forseti félagsins.

„Riley fékk [Chris] Bosh og [LeBron] James til að koma til félagsins og á einhverjum tímapunkti á eigandinn, Micky Arison, eftir að koma til Riley og segja: "Við teljum að það sé best fyrir liðið að þú takir við þjálfuninni," sagði Jackson.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×