Kóngavegur: fjórar stjörnur 26. mars 2010 00:01 Daniel Brühl og Gísli Örn Garðarsson í hlutverkum sínum í mynd Valdísar Óskarsdóttur. Hlátur og grátur á KóngavegiKvikmyndir ****Kóngavegur Leikstjóri: Valdís Óskarsdóttir Aðalhlutverk: Gísli Örn Garðarsson, Daniel Brühl, Kristbjörg Kjeld, Nanna Kristín MagnúsdóttirÁ hjólhýsasvæðinu Kóngavegi hefur safnast saman skrautlegur hópur minnipokafólks sem virðist hafa lítið fyrir stafni annað en að bíða þess að missa endanlega vitið í fásinninu í sveitinni. Íbúarnir við Kóngaveg eru líklega ágætis þverskurður af því sem þeir kalla „trailer trash" í Ameríku en fólkið þarna er misvel gert. Sumir eru algjörir aumingjar og fábjánar en aðrir leyna á sér og eiga til reisn, samúð og náungakærleik.Þarna höfum við alkóhólíseraðan og gjörsamlega misheppnaðan tónlistarmann (Björn Hlynur Haraldsson) sem er á góðri leið með að gera ólétta kærustu sína (Nína Dögg Filippusdóttir) sturlaða. Ólafur Darri Ólafsson og Ólafur Egilsson eiga dásamlegan samleik í hlutverkum bræðra sem hafa engar spurnir haft af móður sinni frá því í æsku og sinna gangbrautarvörslu á Kóngavegi. Sigurður Sigurjónsson leikur Seníor, bissnissmann með óhreint mjöl í pokahorninu, sem fer huldu höfði á Kóngavegi þangað sem hann hefur dröslað aldraðri móður sinni (Kristbjörg Kjeld) og ungri kærustu (Nanna Kristín Magnúsdóttir).Til þess að flækja líf þessarar sjúku fjölskyldu enn meira dúkkar svo sonur Seníors (Gísli Örn Garðarsson), eftir þriggja ára útlegð, upp í fylgd með þýskum félaga sínum (Daniel Brühl) og vill endilega slá pabba sinn um lán upp á tvær milljónir en þeim þýska virðist liggja sérstaklega á að fá peningana og setur pressu á Júníor. Ingvar E. Sigurðsson leikur svo eina manninn sem virðist hafa eitthvað upp úr því að dvelja á Kóngavegi en sem einhvers konar staðarhaldari og leigubílstjóri tekst honum að plokka peninga af ræflunum sem hann leigir hjólhýsin.Sögur alls þessa fólks fléttast svo saman með ýmsum hætti sem hvorki er pláss né sérstök ástæða til þess að rekja hér. Atburðarásin er bráðskemmtileg, á köflum alveg kostuleg og leikhópurinn allur skilar klikkuðum persónum sínum svo áreynslulaust að myndin er léttleikandi og galsafengin án þess þó að harmrænir undirtónarnir séu kaffærðir. Daniel Brühl mætir hér ferskur til leiks úr Inglorious Basterds og samspil hans og Gísla Arnar er helvíti gott. Kristbjörg Kjeld og Ólafur Darri stela öllum senum sem þau komast í og Nanna Kristín er alltaf jafn sjarmerandi og fyndin svo maður tiltaki nokkra úr leikhópnum án þess að halla sérstaklega á hin sem standa sig öll með prýði.Þetta er meira og minna sami hópurinn og stóð að kvikmyndinni Sveitabrúðkaup og þar sýndu þau að þau eru með húmorinn í góðu lagi og hér gera þau enn betur í fallegri og fyndinni mynd um tragikómíska tilveru fólks sem af ýmsum ástæðum hefur dæmst til dvalar við Kóngaveg.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Bráðfyndin og ákaflega vel leikin tragikómedía um ólánsfólk úr ýmsum áttum sem glímir við sjálft sig og tilveruna við kostulegar aðstæður á Kóngavegi. Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Hlátur og grátur á KóngavegiKvikmyndir ****Kóngavegur Leikstjóri: Valdís Óskarsdóttir Aðalhlutverk: Gísli Örn Garðarsson, Daniel Brühl, Kristbjörg Kjeld, Nanna Kristín MagnúsdóttirÁ hjólhýsasvæðinu Kóngavegi hefur safnast saman skrautlegur hópur minnipokafólks sem virðist hafa lítið fyrir stafni annað en að bíða þess að missa endanlega vitið í fásinninu í sveitinni. Íbúarnir við Kóngaveg eru líklega ágætis þverskurður af því sem þeir kalla „trailer trash" í Ameríku en fólkið þarna er misvel gert. Sumir eru algjörir aumingjar og fábjánar en aðrir leyna á sér og eiga til reisn, samúð og náungakærleik.Þarna höfum við alkóhólíseraðan og gjörsamlega misheppnaðan tónlistarmann (Björn Hlynur Haraldsson) sem er á góðri leið með að gera ólétta kærustu sína (Nína Dögg Filippusdóttir) sturlaða. Ólafur Darri Ólafsson og Ólafur Egilsson eiga dásamlegan samleik í hlutverkum bræðra sem hafa engar spurnir haft af móður sinni frá því í æsku og sinna gangbrautarvörslu á Kóngavegi. Sigurður Sigurjónsson leikur Seníor, bissnissmann með óhreint mjöl í pokahorninu, sem fer huldu höfði á Kóngavegi þangað sem hann hefur dröslað aldraðri móður sinni (Kristbjörg Kjeld) og ungri kærustu (Nanna Kristín Magnúsdóttir).Til þess að flækja líf þessarar sjúku fjölskyldu enn meira dúkkar svo sonur Seníors (Gísli Örn Garðarsson), eftir þriggja ára útlegð, upp í fylgd með þýskum félaga sínum (Daniel Brühl) og vill endilega slá pabba sinn um lán upp á tvær milljónir en þeim þýska virðist liggja sérstaklega á að fá peningana og setur pressu á Júníor. Ingvar E. Sigurðsson leikur svo eina manninn sem virðist hafa eitthvað upp úr því að dvelja á Kóngavegi en sem einhvers konar staðarhaldari og leigubílstjóri tekst honum að plokka peninga af ræflunum sem hann leigir hjólhýsin.Sögur alls þessa fólks fléttast svo saman með ýmsum hætti sem hvorki er pláss né sérstök ástæða til þess að rekja hér. Atburðarásin er bráðskemmtileg, á köflum alveg kostuleg og leikhópurinn allur skilar klikkuðum persónum sínum svo áreynslulaust að myndin er léttleikandi og galsafengin án þess þó að harmrænir undirtónarnir séu kaffærðir. Daniel Brühl mætir hér ferskur til leiks úr Inglorious Basterds og samspil hans og Gísla Arnar er helvíti gott. Kristbjörg Kjeld og Ólafur Darri stela öllum senum sem þau komast í og Nanna Kristín er alltaf jafn sjarmerandi og fyndin svo maður tiltaki nokkra úr leikhópnum án þess að halla sérstaklega á hin sem standa sig öll með prýði.Þetta er meira og minna sami hópurinn og stóð að kvikmyndinni Sveitabrúðkaup og þar sýndu þau að þau eru með húmorinn í góðu lagi og hér gera þau enn betur í fallegri og fyndinni mynd um tragikómíska tilveru fólks sem af ýmsum ástæðum hefur dæmst til dvalar við Kóngaveg.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Bráðfyndin og ákaflega vel leikin tragikómedía um ólánsfólk úr ýmsum áttum sem glímir við sjálft sig og tilveruna við kostulegar aðstæður á Kóngavegi.
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira