Innlent

Meirihluti borgarstjórnar fallinn samkvæmt skoðanakönnun Gallup

Meirihluti borgarstjórnar er fallinn samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups sem Ríkisútvarpið greindi frá í hádeginu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 35 % fylgi í könnuninni á meðan Framsóknarflokkurinn mældist með tæp 5 %.

Samfylkingin mældist með 30 % og bætir lítillega við sig fylgi á meðan Vinstri græn mældust með 16 %. Þá vekur athygli að Besti flokkurinn, sem Jón Gnarr leiðir, mældist með 14 % fylgi og nær því tveimur mönnum inn verði það niðurstaðan.

Rúmlega 11 prósent svarenda tóku ekki afstöðu í könnuninni eða neituðu að gefa hana upp. Tæp 13 prósent sögðust myndu skila auða eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×