Erlent

Tinni fyrir rétti í Belgíu -sakaður um kynþáttafordóma

Óli Tynes skrifar
Tinni á hlaupum í svörtustu Afríku.
Tinni á hlaupum í svörtustu Afríku.

Blaðamaðurinn Tinni er nú fyrir rétti í Belgíu. Áttatíu árum eftir að bókin Tinni í Kongó kom út hefur kongóskur maður krafist þess að hún verði tekin úr verslunum í Belgíu.

Hann segir bókina uppfulla af kynþáttafordómum og stöðluðum ranghugmyndum um innfædda.

Bókin var fyrst gefin út árið 1930. Síðar á ævinni sagði höfundurinn Hergé að hún væri barn síns tíma og endurspeglaði þær nýlenduhugmyndir sem þá voru við lýði.

Hugsanlegt er talið að belgiskir dómstólar fari bresku leiðina í þessu máli. Breska kynþáttajafnréttisnefndin krafðist þess að bókin yrði bönnuð.

Niðurstaðan varð sú að bókarbanni var hafnað. Hinsvegar skyldi líma miða á bækurnar þar sem varað var við því að innihaldið væri móðgandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×