Innlent

Þátturinn Orð skulu standa tekinn af dagskrá í sparnaðarskyni

Karl Th. Birgisson
Karl Th. Birgisson

„Okkur er sagt að þetta hafi verið vinsælasti þátturinn á Rás 1 undanfarin ár," segir Karl Th. Birgisson, umsjónarmaður þáttarins Orð skulu standa á Rás 1 hjá Ríkisútvarpinu. Ákveðið hefur verið að taka þáttinn af dagskrá í vetur.

„Við vitum að við eigum stóran hlustendahóp og mjög dyggan," segir Karl sem segist undrandi á ákvörðuninni. Ásamt honum sjá Hlín Agnarsdóttir og Davíð Þór Jónsson um Orð skulu standa. Karl segir að þáttur þeirra sé sá eini „sem er helgaður íslensku máli í gervallri stofnuninni".

Því andmælir Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri. Morgunútvarpið fjalli mikið um íslenskt mál og í bígerð séu málfarsþættir í samvinnu við háskólasamfélagið.

Loks sé umfjöllun RÚV um íslenskt mál gerð góð skil í þáttaröð sem gerð er í tilefni áttatíu ára afmælis Ríkisútvarpsins sem sendir verða út á útsendingartíma Orð skulu standa í vetur. Sigrún segir að spara þurfi 9% í rekstrinum í vetur til viðbótar við 20-30% sparnað undanfarin ár.

Þátturinn hafi verið vinsæll og eftirsjá sé að honum. „En svona er lífið," segir Sigrún Stefánsdóttir. -pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×