Þingmenn funduðu með rannsóknarnefndinni 13. apríl 2010 12:48 Frá fundi þingmannanefndarinnar í morgun. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fundur þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í morgun hafi verið fróðlegur. Hann vill ekki gefa upp hvort að rætt hafi verið um sérstaklega um landsdóm og hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem sýndu vanrækslu í störfum sínum. Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hélt sinn fyrsta fund eftir útkomu skýrslunnar í morgun. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um lagabreytingar sem hún telur nauðsynlegar í tengslum við niðurstöður skýrslunnar. Þá ákveður nefndin hvort Alþingi leggi fram ákæru á hendur þeim þremur fyrrverandi ráðherrum sem rannsóknarnefndin segir að sýnt hafi vanrækslu í störfum sínum. Nefndin hefur umboð fram til loka þessa þings til að birta niðurstöður sínar. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagði hins vegar í fréttum í gær að nefndin muni kynna niðurstöður sínar í einstökum málum um leið og þær liggi fyrir. Á fundinn mættu nefndarmenn rannsóknarnefndarinnar, þau Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir. „Við vorum að dýpka þekkingu og skilning okkar á skýrslunni,“ segir Magnús Orri og bætir við að fundurinn hafi verið gagnlegur. „Við fórum yfir eintaka kafla og ræddum þá hluti sem við ætlum að skoða nánar og hvernig við viljum skipta með okkar verkum. Þetta var afar fróðlegur og upplýsandi fundur með þessu ágæta fólki sem hefur unnið þrekvirki,“ segir Magnús. Hann vill ekki greina frá því hvort rætt hafi verið um hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem rannsóknarnefndin segir að hafi sýnt vanrækslu í störfum sínum. Hann vísar á formann nefndarinnar í því samhengi. Þingmannanefndin kemur aftur saman næstkomandi föstudag. Á fundinn koma bæði Páll og Tryggvi en Sigríður heldur af landi brott í vikunni og því verður hún ekki meða, gesta á þeim fundi. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fundur þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í morgun hafi verið fróðlegur. Hann vill ekki gefa upp hvort að rætt hafi verið um sérstaklega um landsdóm og hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem sýndu vanrækslu í störfum sínum. Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hélt sinn fyrsta fund eftir útkomu skýrslunnar í morgun. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um lagabreytingar sem hún telur nauðsynlegar í tengslum við niðurstöður skýrslunnar. Þá ákveður nefndin hvort Alþingi leggi fram ákæru á hendur þeim þremur fyrrverandi ráðherrum sem rannsóknarnefndin segir að sýnt hafi vanrækslu í störfum sínum. Nefndin hefur umboð fram til loka þessa þings til að birta niðurstöður sínar. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagði hins vegar í fréttum í gær að nefndin muni kynna niðurstöður sínar í einstökum málum um leið og þær liggi fyrir. Á fundinn mættu nefndarmenn rannsóknarnefndarinnar, þau Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir. „Við vorum að dýpka þekkingu og skilning okkar á skýrslunni,“ segir Magnús Orri og bætir við að fundurinn hafi verið gagnlegur. „Við fórum yfir eintaka kafla og ræddum þá hluti sem við ætlum að skoða nánar og hvernig við viljum skipta með okkar verkum. Þetta var afar fróðlegur og upplýsandi fundur með þessu ágæta fólki sem hefur unnið þrekvirki,“ segir Magnús. Hann vill ekki greina frá því hvort rætt hafi verið um hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem rannsóknarnefndin segir að hafi sýnt vanrækslu í störfum sínum. Hann vísar á formann nefndarinnar í því samhengi. Þingmannanefndin kemur aftur saman næstkomandi föstudag. Á fundinn koma bæði Páll og Tryggvi en Sigríður heldur af landi brott í vikunni og því verður hún ekki meða, gesta á þeim fundi.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent