Fótbolti

Laporta: Stigið þyngdar sinnar virði í gulli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lionel Messi og félagar náðu ekki að brjóta vörn Espanyol á bak aftur.
Lionel Messi og félagar náðu ekki að brjóta vörn Espanyol á bak aftur.

„Við erum ekki andstæðingar, við erum óvinir," stóð á borða sem stuðningsmenn Espanyol voru með á grannaslagnum gegn Barcelona í gær.

Espanyol hefur ekki fengið á sig mark á heimavelli á þessu ári og það breyttist ekki í gær. Liðið var þétt varnarlega og átti svör gegn stórstjörnum Barcelona.

„Þetta stig er þyngdar sinnar virði í gulli vegna þess að við lékum svona lengi manni færri," sagði Joan Laporta, forseti Barcelona, í viðtali eftir leikinn sem endaði með markalausu jafntefli.

Daniel Alves fékk rauða spjaldið þegar tæpur hálftími var eftir. „Við erum komnir í lokaslag mótsins. Þá er meiri pressa því allir eru að berjast fyrir einhverju," sagði Laporta, ánægður með úrslitin í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×