Lífið

Spila blús þrátt fyrir öskuna

Tónlistarmaðurinn KK spilar á blúshátíðinni í Rangárvallasýslu um hvítasunnuhelgina.
Tónlistarmaðurinn KK spilar á blúshátíðinni í Rangárvallasýslu um hvítasunnuhelgina.

Blúshátíðin Norden Blues Festival 2010 verður haldin í annað sinn í Rangárvallasýslu um komandi hvítasunnuhelgi, eða dagana 21. til 24. maí.

Allt að eitt hundrað tónlistarmenn koma fram á hátíðinni í um það bil 25 hljómsveitum eða tónlistarhópum. Á meðal flytjenda verða Blue Ice Band, KK Band, Skúli mennski, The Dirty Deal og norska hljómsveitin Vetrhus Bluesband.

„Við erum að reyna að tengja þetta svolítið vítt og breitt um héraðið, þannig að veitingahúsin njóti góðs af og gestir og gangandi komi á þessa staði," segir Sigurgeir Guðmundsson hjá Heklu blúsfélagi.

„Við erum pínulítið að horfa í reynslubanka Norðmanna því þeir eru mjög framarlega í þessu. Við fáum norska hljómsveit og norska hljóðmenn. Vetrhus Bluesband er eitt hressasta tónleikaband í Noregi."

Sigurgeir hvetur alla aldurshópa til að láta sjá sig á hátíðinni og segir hana gott tækifæri til að stappa stálinu í heimamenn vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

„Þetta er fyrsta alvöru ferðahelgi sumarsins og þó að það hafi fallið pínulítið ryk úr lofti í Rangárþingi ætla ég allavega að flytja að heiman og gista á tjaldsvæðinu eins og ég gerði í fyrra," segir hann. - fb

Hægt er að nálgast miða á hátíðina og frekari upplýsingar hér á midi.is.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.