Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar Ómar Þorgeirsson skrifar 17. febrúar 2010 18:45 Frá leik Porto og Arsenal í kvöld. Nordic photos/AFP Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum. Markvörðurinn Lukasz Fabianski átti vægast sagt hræðilegan leik í marki Arsenal en hann var í markinu í stað hins meidda Manuel Almunia. Sýningin byrjaði hjá Fabianski á 11. mínútu þegar hann missti saklausa fyrirgjöf Silvestre Valera klaufalega inn í markið en enginn leikmaður Porto var nálægt honum þegar boltinn lak inn. Gestirnir í Arsenal létu þó ekki slá sig út af laginu því gamli refurinn Sol Campbell jafnaði metin með góðu skallamarki nokkrum mínútum síðar en Campbell var í vörn Arsenal í stað hins meidda William Gallas. Boltinn barst á fjærstöngina þar sem Tomas Rosciky skallaði laglega fyrir markið á Campbell sem skoraði af öryggi. Leikurinn var annars mjög fjörlegur og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði liðin voru að spila stífan sóknarleik. Það dró til tíðinda í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenal heimtaði vítaspyrnu er Rosicky féll í teignum en dómarinn kaus að flauta ekki. Ótrúlegir hlutir gerðust hins vegar á hinum vallarhelmingnum skömmu síðar þar sem Fabianski handlék boltann eftir sendingu til baka frá Campbell og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu. Leikmenn Porto voru fljótir að átta sig á hlutunum og tóku aukaspyrnuna strax á meðan Fabianski og Campbell voru í einhverjum öðrum heimi og Radamel Falcao reyndi boltanum í autt markið. Ótrúleg sjón að sjá og Fabianski með sín önnur hræðilegu mistök í leiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna en tapið klárlega enginn heimsendir fyrir leikmenn Arsenal sem fara aftur til Lundúna með mikilvægt útivallarmark í farteskinu. Bayern München vann sinn þrettánda leik í röð í deild, bikar og Meistaradeild þegar Fiorentina kom í heimsókn í kvöld. Bæjarar hafa ennfremur ekki tapað leik síðan í byrjun nóvember á meðan Fiorentina hefur gengið afleitlega undanfarið og er í 11. sæti ítölsku deildarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Bæjarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en niðurstaðan var þó aðeins eins marks sigur, 2-1. Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Fiorentina náði að jafna metinnn snemma í síðari hálfleik með marki Per Kroldrup eftir klafs í vítateig heimamanna. Gestirnir misstu hins vegar mann af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks er Massimo Gobbi fékk beint rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. Gobbi rak út hendina í baráttu við Robben sem gerði mikið úr högginu og dómarinn gleypti við því. Gult spjald hefði verið réttlætanlegra en manni færri náðu gestirnir ekki að halda aftur af Bæjurum og sóknarþunginn skilaði sér í sigurmarki heimamanna. Það var Miroslav Klose sem tryggði Bæjurum sigurinn í blálokin með ólöglegu marki sem fékk þó að standa. Klose fékk sendingu þegar hann var greinilega í rangstöðu og nikkaði boltanum í netið framhjá Frey. Seinni leikir liðanna fara fram 9. mars. Úrslit kvöldsins: Porto-Arsenal 2-1 1-0 Lukasz Fabianski, sjálfsmark (11.), 1-1 Sol Campbell (18.), 2-1 Radamel Falcao (52.).Bayern München-Fiorentina 2-1 1-0 Arjen Robben (45.+3.), 1-1 Per Kroldrup (50.), 2-1 Miroslav Klose (89.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Sjá meira
Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum. Markvörðurinn Lukasz Fabianski átti vægast sagt hræðilegan leik í marki Arsenal en hann var í markinu í stað hins meidda Manuel Almunia. Sýningin byrjaði hjá Fabianski á 11. mínútu þegar hann missti saklausa fyrirgjöf Silvestre Valera klaufalega inn í markið en enginn leikmaður Porto var nálægt honum þegar boltinn lak inn. Gestirnir í Arsenal létu þó ekki slá sig út af laginu því gamli refurinn Sol Campbell jafnaði metin með góðu skallamarki nokkrum mínútum síðar en Campbell var í vörn Arsenal í stað hins meidda William Gallas. Boltinn barst á fjærstöngina þar sem Tomas Rosciky skallaði laglega fyrir markið á Campbell sem skoraði af öryggi. Leikurinn var annars mjög fjörlegur og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði liðin voru að spila stífan sóknarleik. Það dró til tíðinda í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenal heimtaði vítaspyrnu er Rosicky féll í teignum en dómarinn kaus að flauta ekki. Ótrúlegir hlutir gerðust hins vegar á hinum vallarhelmingnum skömmu síðar þar sem Fabianski handlék boltann eftir sendingu til baka frá Campbell og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu. Leikmenn Porto voru fljótir að átta sig á hlutunum og tóku aukaspyrnuna strax á meðan Fabianski og Campbell voru í einhverjum öðrum heimi og Radamel Falcao reyndi boltanum í autt markið. Ótrúleg sjón að sjá og Fabianski með sín önnur hræðilegu mistök í leiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna en tapið klárlega enginn heimsendir fyrir leikmenn Arsenal sem fara aftur til Lundúna með mikilvægt útivallarmark í farteskinu. Bayern München vann sinn þrettánda leik í röð í deild, bikar og Meistaradeild þegar Fiorentina kom í heimsókn í kvöld. Bæjarar hafa ennfremur ekki tapað leik síðan í byrjun nóvember á meðan Fiorentina hefur gengið afleitlega undanfarið og er í 11. sæti ítölsku deildarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Bæjarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en niðurstaðan var þó aðeins eins marks sigur, 2-1. Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Fiorentina náði að jafna metinnn snemma í síðari hálfleik með marki Per Kroldrup eftir klafs í vítateig heimamanna. Gestirnir misstu hins vegar mann af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks er Massimo Gobbi fékk beint rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. Gobbi rak út hendina í baráttu við Robben sem gerði mikið úr högginu og dómarinn gleypti við því. Gult spjald hefði verið réttlætanlegra en manni færri náðu gestirnir ekki að halda aftur af Bæjurum og sóknarþunginn skilaði sér í sigurmarki heimamanna. Það var Miroslav Klose sem tryggði Bæjurum sigurinn í blálokin með ólöglegu marki sem fékk þó að standa. Klose fékk sendingu þegar hann var greinilega í rangstöðu og nikkaði boltanum í netið framhjá Frey. Seinni leikir liðanna fara fram 9. mars. Úrslit kvöldsins: Porto-Arsenal 2-1 1-0 Lukasz Fabianski, sjálfsmark (11.), 1-1 Sol Campbell (18.), 2-1 Radamel Falcao (52.).Bayern München-Fiorentina 2-1 1-0 Arjen Robben (45.+3.), 1-1 Per Kroldrup (50.), 2-1 Miroslav Klose (89.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Sjá meira