Pawel Bartoszek: Tómir stólar Pawel Bartoszek skrifar 12. apríl 2010 06:00 Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Anna Walentynowicz lést, líkt og svo mörg önnur pólsk fyrirmenni, þegar flugvél forsetans brotlenti í aðflugi að Smolensk-flugvellinum, í leið á minningarathöfn vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi fyrir um 70 árum síðan. "Það hvílir bölvun á þessum stað," hafa margir sagt undanfarna daga. Fyrir sjötíu árum var höggvið stórt skart í raðir pólsks samfélags þegar um 20 þúsund liðsforingjar og menntamenn voru teknir af lífi af sovésku öryggissveitunum, og nú deyr rjóminn á stjórnmálaelítu landsins við að minnast þeirra. Svona er þetta nú. Flugslys af þessari stærðargráðu hefði raunar orðið stórfrétt sama hverjir farþegarnir væru. En þegar rennt er yfir lista yfir hinna látnu kemur á daginn að dauði a.m.k. helmings farþeganna hefði orðið forsíðufrétt á venjulegum degi. Listinn er langur og inniheldur, svo eitthvað sé nefnt, fyrrum forseta útlagastjórnar Póllands, þrjá varaforseta þingsins, seðlabankastjórann, umboðsmann mannréttinda, formann ólympíusambandsins, átján þingmenn, alla æðstu yfirmenn hersins og annarra öryggisstofnana að ógleymdum sjálfum forsetanum, konu hans og öllum nánustu samstarfsmönnum. Flokkur forsetans missti þingflokksformanninn og nokkra lykilþingmenn. Vinstriflokkurinn missti forsetaframbjóðanda sinn og kosningastjóra hans. Andlát baráttukonunnar sem átti þátt í að ýta hrinda fyrsta spilinu í spilaborg kommúnismans þarf sem sagt að berjast um athygli fjölmiðlanna. Tvennt kemur þó upp í hugann sem Pólverjar geta verið ánægðir með og stoltir af í kjölfar flugslyssins. Í fyrsta lagi er hin borgaralega og lýðræðislega hefð í Póllandi orðin það sterk að engum kemur upp í hugann að atburður sem þessi, sama hve hræðilegur hann er á mannlegum skala, geti ruggað undirstöðum samfélagsins eða þá stuðlað að einhvers konar valdatómi. Það hljómar eiginlega fáranlega að þurfa yfir höfuð að minnast á það að slys sem þetta breyti engu fyrir lýðræðið í Póllandi, líkurnar á einhverskonar kerfishruni eða að gamlir draugar snúi aftur eru engar. En það hve fáranlegar slíkar vangaveltur þykja, er einmitt eitthvað til að sem menn geta verið ánægðir með. Það sýnir hve langt á veg pólska lýðræðishefðin er komin. Ég hygg að ef sambærilegt slys hefði átt sér stað snemma á tíunda áratugnum hefði óvissan um framhaldið verið mun meiri. Í öðru lagi þá geta menn verið sáttir við þá samkennd og þau einlægu viðbrögð sem allir Pólverjar hafa sýnt í kjölfar fréttanna frá Smolensk. Götur allra borga og bæja fylltust af fólki sem vildi leggja blóm við opinberar byggingar, kveikja á kertum og biðja fyrir hinum látnu. Nú er það ekki svo að forsetinn sálugi hafi notið óumdeildra vinsælda, og dvínuðu þær þegar leið á kjörtímabilið ef eitthvað er. En allir þeir sem mættu fyrir framan forsetahöllina til að votta honum virðingu sína á laugardag gátu þó sameinast í því að þarna hefði farið maður sem hefði stofnað flokk um skoðanir sínar, boðið fram í kosningum og unnið. Á þann hátt var hann því auðvitað fulltrúi þeirra allra. Og hann og aðrir kjörnir fulltrúar dó einmitt sem slíkur fulltrúi. Í opinberum erindagjörðum fyrir hönd þeirra sem kusu hann. Annars verða minningarorð í kjölfar vondra atburða aldrei frumleg og síst einlægari eftir því sem menn fá lengri tíma til að vinna þau. Mest áhrif mig hafði útsendingin frá Katyn skógi þar sem áðurnefnd minningarathöfn átti á að fara fram. Þegar fréttir bárust af slysinu tók bersýnilega hrærður skipuleggjandi hátíðarinnar til máls og sagði "Hér átti nú að hefjast athöfn klukkan hálfellefu. Forsetinn okkar ætlaði að koma. Nú, forsetinn er ekki hér..." Fremst hjá sviðinu stóðu tugir auðra stóla sem á hefðu verið lagðar litlar rauðhvítar fánaveifur. Fráteknir fyrir rjómann af stjórnmálaelítu Póllands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Anna Walentynowicz lést, líkt og svo mörg önnur pólsk fyrirmenni, þegar flugvél forsetans brotlenti í aðflugi að Smolensk-flugvellinum, í leið á minningarathöfn vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi fyrir um 70 árum síðan. "Það hvílir bölvun á þessum stað," hafa margir sagt undanfarna daga. Fyrir sjötíu árum var höggvið stórt skart í raðir pólsks samfélags þegar um 20 þúsund liðsforingjar og menntamenn voru teknir af lífi af sovésku öryggissveitunum, og nú deyr rjóminn á stjórnmálaelítu landsins við að minnast þeirra. Svona er þetta nú. Flugslys af þessari stærðargráðu hefði raunar orðið stórfrétt sama hverjir farþegarnir væru. En þegar rennt er yfir lista yfir hinna látnu kemur á daginn að dauði a.m.k. helmings farþeganna hefði orðið forsíðufrétt á venjulegum degi. Listinn er langur og inniheldur, svo eitthvað sé nefnt, fyrrum forseta útlagastjórnar Póllands, þrjá varaforseta þingsins, seðlabankastjórann, umboðsmann mannréttinda, formann ólympíusambandsins, átján þingmenn, alla æðstu yfirmenn hersins og annarra öryggisstofnana að ógleymdum sjálfum forsetanum, konu hans og öllum nánustu samstarfsmönnum. Flokkur forsetans missti þingflokksformanninn og nokkra lykilþingmenn. Vinstriflokkurinn missti forsetaframbjóðanda sinn og kosningastjóra hans. Andlát baráttukonunnar sem átti þátt í að ýta hrinda fyrsta spilinu í spilaborg kommúnismans þarf sem sagt að berjast um athygli fjölmiðlanna. Tvennt kemur þó upp í hugann sem Pólverjar geta verið ánægðir með og stoltir af í kjölfar flugslyssins. Í fyrsta lagi er hin borgaralega og lýðræðislega hefð í Póllandi orðin það sterk að engum kemur upp í hugann að atburður sem þessi, sama hve hræðilegur hann er á mannlegum skala, geti ruggað undirstöðum samfélagsins eða þá stuðlað að einhvers konar valdatómi. Það hljómar eiginlega fáranlega að þurfa yfir höfuð að minnast á það að slys sem þetta breyti engu fyrir lýðræðið í Póllandi, líkurnar á einhverskonar kerfishruni eða að gamlir draugar snúi aftur eru engar. En það hve fáranlegar slíkar vangaveltur þykja, er einmitt eitthvað til að sem menn geta verið ánægðir með. Það sýnir hve langt á veg pólska lýðræðishefðin er komin. Ég hygg að ef sambærilegt slys hefði átt sér stað snemma á tíunda áratugnum hefði óvissan um framhaldið verið mun meiri. Í öðru lagi þá geta menn verið sáttir við þá samkennd og þau einlægu viðbrögð sem allir Pólverjar hafa sýnt í kjölfar fréttanna frá Smolensk. Götur allra borga og bæja fylltust af fólki sem vildi leggja blóm við opinberar byggingar, kveikja á kertum og biðja fyrir hinum látnu. Nú er það ekki svo að forsetinn sálugi hafi notið óumdeildra vinsælda, og dvínuðu þær þegar leið á kjörtímabilið ef eitthvað er. En allir þeir sem mættu fyrir framan forsetahöllina til að votta honum virðingu sína á laugardag gátu þó sameinast í því að þarna hefði farið maður sem hefði stofnað flokk um skoðanir sínar, boðið fram í kosningum og unnið. Á þann hátt var hann því auðvitað fulltrúi þeirra allra. Og hann og aðrir kjörnir fulltrúar dó einmitt sem slíkur fulltrúi. Í opinberum erindagjörðum fyrir hönd þeirra sem kusu hann. Annars verða minningarorð í kjölfar vondra atburða aldrei frumleg og síst einlægari eftir því sem menn fá lengri tíma til að vinna þau. Mest áhrif mig hafði útsendingin frá Katyn skógi þar sem áðurnefnd minningarathöfn átti á að fara fram. Þegar fréttir bárust af slysinu tók bersýnilega hrærður skipuleggjandi hátíðarinnar til máls og sagði "Hér átti nú að hefjast athöfn klukkan hálfellefu. Forsetinn okkar ætlaði að koma. Nú, forsetinn er ekki hér..." Fremst hjá sviðinu stóðu tugir auðra stóla sem á hefðu verið lagðar litlar rauðhvítar fánaveifur. Fráteknir fyrir rjómann af stjórnmálaelítu Póllands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun