Frestur til að ákæra ráðherra rennur út í lok ársins Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. mars 2010 18:45 Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Á meðal þeirra sem fengu bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis vegn meintrar vanrækslu í starfi eru fyrrverandi ráðherrar sem voru í embætti haustið 2008. Hafi ráðherra bakað almenningi tjón með vanrækslu í starfi skal hann dæmdur til refsingar samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, en Alþingi þarf að samþykkja ályktun um málshöfðun gegn einstökum ráðherrum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og formaður Ákærendafélags Íslands, segir að lög um ráðherraábyrgð séu barn síns tíma en ekkkert sé því til fyrirstöðu að þeim verði beitt. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir sérstakri málstofu um ráðherraábyrgð í dag, en Helgi Magnús var meðal framsögumanna á málstofunni. Þingmannanefnd sem Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er í forsvari fyrir hefur það hlutverk að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Eftir að hún hefur tekið ákvörðun um ákæru með þingsályktunartillögu sem er bindandi um það sakarefni sem verður til meðferðar, ef það kemur nú allt til, kýs Alþingi saksóknara og fimm manna saksóknarnefnd sem verður honum til aðstoðar. Og þá kæmi til þess að málin yrði rannsökuð sem sakamál. Þá myndi ég telja eðlilegt að lögregla kæmi að því að aðstoða saksóknarann og þingið við að yfirheyra menn með réttarstöðu samkvæmt lögum um meðferð sakamála," segir Helgi Magnús. Og lögregla mun aðstoða saksóknara Alþingis við rannsókn þessara brota sem þýðir þá að ráðherrar verða yfirheyrðir af lögreglunni? „Ég tel að það hljóti að koma til." Það er Landsdómur sem fer með og dæmir í málum gegn ráðherrum, en Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman. Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð fyrnast brot ráðherra á þremur árum. Hvað hefur þingmannanefndin sem á að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis langan tíma til að mæla með málshöfðun? „Skipun Alþingis á sérstakri rannsóknarnefnd [...] hún í rauninni rýfur fyrningarfrestinn. Hann miðast við þrjú ár og ábyrgðin ætti að öllu jöfnu að ná til ársbyrjunar 2007. Nefndin hefur því ár til að komast að niðurstöðu um hvort saksókn fari fram eða ekki og ætti því að hafa þetta ár til þess eins og ég skil lögin," segir Helgi Magnús. Út þett ár semsagt? „Já." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Á meðal þeirra sem fengu bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis vegn meintrar vanrækslu í starfi eru fyrrverandi ráðherrar sem voru í embætti haustið 2008. Hafi ráðherra bakað almenningi tjón með vanrækslu í starfi skal hann dæmdur til refsingar samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, en Alþingi þarf að samþykkja ályktun um málshöfðun gegn einstökum ráðherrum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og formaður Ákærendafélags Íslands, segir að lög um ráðherraábyrgð séu barn síns tíma en ekkkert sé því til fyrirstöðu að þeim verði beitt. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir sérstakri málstofu um ráðherraábyrgð í dag, en Helgi Magnús var meðal framsögumanna á málstofunni. Þingmannanefnd sem Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er í forsvari fyrir hefur það hlutverk að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Eftir að hún hefur tekið ákvörðun um ákæru með þingsályktunartillögu sem er bindandi um það sakarefni sem verður til meðferðar, ef það kemur nú allt til, kýs Alþingi saksóknara og fimm manna saksóknarnefnd sem verður honum til aðstoðar. Og þá kæmi til þess að málin yrði rannsökuð sem sakamál. Þá myndi ég telja eðlilegt að lögregla kæmi að því að aðstoða saksóknarann og þingið við að yfirheyra menn með réttarstöðu samkvæmt lögum um meðferð sakamála," segir Helgi Magnús. Og lögregla mun aðstoða saksóknara Alþingis við rannsókn þessara brota sem þýðir þá að ráðherrar verða yfirheyrðir af lögreglunni? „Ég tel að það hljóti að koma til." Það er Landsdómur sem fer með og dæmir í málum gegn ráðherrum, en Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman. Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð fyrnast brot ráðherra á þremur árum. Hvað hefur þingmannanefndin sem á að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis langan tíma til að mæla með málshöfðun? „Skipun Alþingis á sérstakri rannsóknarnefnd [...] hún í rauninni rýfur fyrningarfrestinn. Hann miðast við þrjú ár og ábyrgðin ætti að öllu jöfnu að ná til ársbyrjunar 2007. Nefndin hefur því ár til að komast að niðurstöðu um hvort saksókn fari fram eða ekki og ætti því að hafa þetta ár til þess eins og ég skil lögin," segir Helgi Magnús. Út þett ár semsagt? „Já."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira