Fótbolti

Markvörður Barcelona flautaði leikmann rangstæðan - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Pinto.
Jose Pinto. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jose Pinto, markvörður Barcelona, er kominn í vandræði hjá UEFA eftir að upp komst um óíþróttamannslega hegðun hans í leik á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.

Cesar Santin, framherji FCK, var að sleppa í gegn á 26. mínútu leiksins þegar hann hætti skyndilega að hlaupa og lét síðan boltan vera eins og að hann héldi að hann væri rangstæður. Hvorki aðstoðardómarinn né dómarinn dæmdu hinsvegar rangstöðu og engin áhorfendi á vellinum eða heima í stofu skildi hvað Santin var að pæla.

Forráðamenn FCK-liðsins kvörtuðu hinsvegar undan Jose Pinto til UEFA eftir leikinn því Cesar Santin hætti að elta boltann þar sem að hann heyrði flaut. Það flaut kom þó ekki frá dómara leiksins heldur markverði Barcelona. Það er hægt að sjá atvikið með því að smella hér.

Pinto verður kallaður fyrir aganefnd UEFA og þessi 34 ára gamli varamarkvörður spænsku meistaranna gæti átt í hættu að vera dæmdur í tveggja leikja bann. Þetta var fyrsti Meistaradeildarleikur Pinto með Barcelona síðan að hann kom til félagsins árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×