Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Hermann Hreiðarsson spáir Man Utd titlinum

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson spáir Manchester United sigri í ensku úrvalsdeildinni í viðtali sem Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður tók við Hermann í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær.

Hermann hefur ekki misst úr æfingu í þrjá mánuði en hann sleit hásin í lok mars á þessu ári og hefur verið að ná sér eftir þau erfiðu meiðsli. Hermann hefur aðeins tekið þátt í einum deildarleik með Portsmouth á þessu tímabili en hann kom inná sem varamaður í lok október gegn Hull á útivelli.

Hermann á von á því að Steve Cotterill knattspyrnustjóri Portsmouth gefi honum fleiri tækifæri í jólatörninni sem er framundan. Hermann hrósar Cotterill í viðtalinu og Avram Grant núverandi knattspyrnustjóri botnliðs West Ham fær einnig hrós frá Eyjamanninum.

Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan, en Hermann segir m.a. að enska úrvalsdeildin hafi ekki verið eins spennandi í mörg, mörg, mörg ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×