Erlent

Íshokkí-maður skrifaði undir 17 ára samning - verður 44 ára í lok hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ilya Kovalchuk.
Ilya Kovalchuk. Mynd/AFP
Rússneski íshokkí-maðurinn Ilya Kovalchuk var ekkert hræddur við að binda sig til langs tíma. Hann er nefnilega búinn að gera 17 ára samning við bandaríska NHL-félagið New Jersey Devils.

Ilya Kovalchuk fær 102 milljónir dollara fyrir samninginn sem rennur út árið 2027. Þetta er gerir um 12,6 milljarða íslenskra króna eða um 740 milljónir á ári.

Kovalchuk var með lausan samning og var eftirsóttasti leikmaðurinn í deildinni enda vildu lið eins og Los Angeles Kings, New York Islanders og St. Petersborg einnig gera við hann samning.

Ilya Kovalchuk er 27 ára og lék sitt fyrsta tímabil með New Jersey Devils 2009-2010 eftir að hafa spilað í fimm ár þar á undan með Atlanta Thrashers. Hann er fyrirliði rússneska landsliðsins og hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×