Ráðherrann og aðstoðarmaðurinn Brynjar Níelsson skrifar 22. desember 2010 06:00 Dómsmálaráðuneytið er fagráðuneyti sem alltaf hefur haft talsverða sérstöðu vegna þess að málefni lögreglu, ákæruvalds og dómstóla heyra undir það. Því hefur verið talið æskilegt að starfi dómsmálaráðherra gegni maður sem skilning og þekkingu hefur á helstu málaflokkum sem undir hann heyra. Ef því verður ekki við komið er mjög mikilvægt að hinn pólitíski aðstoðarmaður ráðherra hafi þekkingu á þessum málaflokkum. Nú um stundir er hvorugu að heilsa. Fljótlega þegar þessir nýju pólitísku herrar tóku við dómsmálaráðuneytinu var boðað til samráðsfundar á vegum ráðuneytisins um nauðgunarmál. Fulltrúum lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, Hæstaréttar, Lögmannafélagsins og ýmissa baráttu- og þrýstihópa fyrir fleiri sakfellingum og þyngri refsingum í þessum málaflokki var boðið til samráðsfundarins. Þegar formaður Lögmannafélagsins sá dagskrá fundarins treysti hann sér ekki til að mæta enda var hún uppfull af röngum og villandi staðhæfingum að hætti framangreindra baráttu- og þrýstihópa. Í kjölfar samráðsfundarins ritaði dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans makalausa grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember sl. Þar segir að árið 2009 hafi 233 nauðgunarmál komið á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu hafi hins vegar aðeins borist 65 kærur, 42 þeirra farið áfram til ríkissaksóknara, sem hafi ákært í 14 og af þeim hafi verið sakfellt í 8 málum. Í niðurlagi greinarinnar segir síðan: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi? Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei." Hvað eiga ráðherrann og aðstoðarmaðurinn við? Er verið að krefjast þess að ákært og sakfellt verði í fleiri málum þótt sönnun um brot sé ekki fyrir hendi og þar með stuðlað að því að saklausir menn sæti refsivist? Er það framlag dóms- og mannréttindaráðherrans og aðstoðarmannsins til að treysta undirstöður réttarríkisins? Greinin ber með sér að slíkar hugmyndir séu uppi enda hafa báðir bréfritarar í sinni pólitísku baráttu talið að of miklar sönnunarkröfur séu gerðar í þessum málaflokki. Hafa meðal annars komið fram fullyrðingar hjá aðstoðarmanninum um að konum sé ekki trúað í dómskerfinu, ábyrgðinni sé varpað af geranda yfir á þolanda og að réttarvörslukerfið byggi ekki á andlegum afleiðingum nauðgana og þurfi því endurmenntunar við. Allt eru þetta rangar fullyrðingar eins og allir vita sem starfa við meðferð þessara mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Grein ráðherrans og aðstoðarmannsins gefur mjög villandi mynd af stöðu nauðgunarmála hér á landi. Af henni má ætla að lögregla og ákæruvald hafi aðeins tekið hluta af þeim til rannsóknar og meðferðar vegna sinnuleysis eða að meðferð þessara mála í dómskerfinu sé ábótavant. Það eru ýmsar skýringar á því að þessar 230 nauðgunartilkynningar berast ekki allar til lögreglu. Í fyrsta lagi eru sumar tilkynningar þar sem brotaþoli veit ekki í raun hvað gerðist eða lýsingar með þeim hætti að ekki er um brot að ræða. Í öðru lagi er gerandinn óþekktur og engin lýsing til á honum. Í þriðja lagi er ekki vilji til að kæra, sem gerir lögreglu erfitt um vik því sönnunarfærslan byggist á framburði þolandans. Þessar skýringar eru ráðherranum og aðstoðarmanninum kunnugar en þeir láta vera að minnast á þær í grein sinni. Tölfræðin er því ekki marktæk en er engu að síður notuð til að villa um fyrir lesandanum. Ég held að ráðherrann og aðstoðarmaðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágrannalöndum okkar. Kann skýringin að vera sú að Stígamót og sambærileg samtök miði við rýmri skilgreiningar á nauðgunarhugtakinu í tilkynningum sínum? Eða getur verið að allir þessir pólitísku baráttu- og þrýstihópar hafi hag af því að blása vandann upp í því skyni að ná pólitískri vígstöðu og fjármagni frá hinu opinbera og einkaaðilum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið er fagráðuneyti sem alltaf hefur haft talsverða sérstöðu vegna þess að málefni lögreglu, ákæruvalds og dómstóla heyra undir það. Því hefur verið talið æskilegt að starfi dómsmálaráðherra gegni maður sem skilning og þekkingu hefur á helstu málaflokkum sem undir hann heyra. Ef því verður ekki við komið er mjög mikilvægt að hinn pólitíski aðstoðarmaður ráðherra hafi þekkingu á þessum málaflokkum. Nú um stundir er hvorugu að heilsa. Fljótlega þegar þessir nýju pólitísku herrar tóku við dómsmálaráðuneytinu var boðað til samráðsfundar á vegum ráðuneytisins um nauðgunarmál. Fulltrúum lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, Hæstaréttar, Lögmannafélagsins og ýmissa baráttu- og þrýstihópa fyrir fleiri sakfellingum og þyngri refsingum í þessum málaflokki var boðið til samráðsfundarins. Þegar formaður Lögmannafélagsins sá dagskrá fundarins treysti hann sér ekki til að mæta enda var hún uppfull af röngum og villandi staðhæfingum að hætti framangreindra baráttu- og þrýstihópa. Í kjölfar samráðsfundarins ritaði dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans makalausa grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember sl. Þar segir að árið 2009 hafi 233 nauðgunarmál komið á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu hafi hins vegar aðeins borist 65 kærur, 42 þeirra farið áfram til ríkissaksóknara, sem hafi ákært í 14 og af þeim hafi verið sakfellt í 8 málum. Í niðurlagi greinarinnar segir síðan: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi? Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei." Hvað eiga ráðherrann og aðstoðarmaðurinn við? Er verið að krefjast þess að ákært og sakfellt verði í fleiri málum þótt sönnun um brot sé ekki fyrir hendi og þar með stuðlað að því að saklausir menn sæti refsivist? Er það framlag dóms- og mannréttindaráðherrans og aðstoðarmannsins til að treysta undirstöður réttarríkisins? Greinin ber með sér að slíkar hugmyndir séu uppi enda hafa báðir bréfritarar í sinni pólitísku baráttu talið að of miklar sönnunarkröfur séu gerðar í þessum málaflokki. Hafa meðal annars komið fram fullyrðingar hjá aðstoðarmanninum um að konum sé ekki trúað í dómskerfinu, ábyrgðinni sé varpað af geranda yfir á þolanda og að réttarvörslukerfið byggi ekki á andlegum afleiðingum nauðgana og þurfi því endurmenntunar við. Allt eru þetta rangar fullyrðingar eins og allir vita sem starfa við meðferð þessara mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Grein ráðherrans og aðstoðarmannsins gefur mjög villandi mynd af stöðu nauðgunarmála hér á landi. Af henni má ætla að lögregla og ákæruvald hafi aðeins tekið hluta af þeim til rannsóknar og meðferðar vegna sinnuleysis eða að meðferð þessara mála í dómskerfinu sé ábótavant. Það eru ýmsar skýringar á því að þessar 230 nauðgunartilkynningar berast ekki allar til lögreglu. Í fyrsta lagi eru sumar tilkynningar þar sem brotaþoli veit ekki í raun hvað gerðist eða lýsingar með þeim hætti að ekki er um brot að ræða. Í öðru lagi er gerandinn óþekktur og engin lýsing til á honum. Í þriðja lagi er ekki vilji til að kæra, sem gerir lögreglu erfitt um vik því sönnunarfærslan byggist á framburði þolandans. Þessar skýringar eru ráðherranum og aðstoðarmanninum kunnugar en þeir láta vera að minnast á þær í grein sinni. Tölfræðin er því ekki marktæk en er engu að síður notuð til að villa um fyrir lesandanum. Ég held að ráðherrann og aðstoðarmaðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágrannalöndum okkar. Kann skýringin að vera sú að Stígamót og sambærileg samtök miði við rýmri skilgreiningar á nauðgunarhugtakinu í tilkynningum sínum? Eða getur verið að allir þessir pólitísku baráttu- og þrýstihópar hafi hag af því að blása vandann upp í því skyni að ná pólitískri vígstöðu og fjármagni frá hinu opinbera og einkaaðilum?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun