Áfellisdómur Ríkisendurskoðunar 3. september 2010 06:00 Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Fram koma alvarlegar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildarstefnu í málaflokknum skorti. Þá kemur fram að fjárveitingar til þjónustu eru ekki byggðar á mati á þjónustuþörf þrátt fyrir að lög kveði á um að svo skuli vera. Ekki sé fylgst með gæðum þjónustunnar né tryggt að jafnræðis sé gætt milli þjónustuþega. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að eftirlit með þjónustu við fatlaða sé óviðunandi. Gagngerar breytingar verði að gera á núverandi eftirlitskerfi til að tryggja hagsmuni notenda. Ríkisendurskoðun telur einnig alls kostar ótækt að engar reglur séu til um hámarksbiðtíma eftir lögbundinni þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í áratugi barist fyrir hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin hafa kallað eftir því að samþykkt verði heildarstefna í þjónustu við fatlað fólk hér á landi en skort hefur á pólitískan vilja til slíks. Félags- og tryggingamálaráðuneytið telur sig, skv. umræddri skýrslu, vinna skv. þeim drögum að stefnumótun sem lögð voru fram 2006 en raunveruleikinn er annar þegar kemur að veigamiklum þáttum eins og þjónustu við fatlaða fólk á heimilum sínum. Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þroskahjálp hefur í fleiri ár bent á þá lögleysu að umsækjendur um þjónustu fá engin svör um hvenær þeir geti vænst þess að lögbundin aðstoð standi til boða. Margendurtekið hefur verið bent á að fjárveitingar séu ekki byggðar á þjónustuþörf. Ekki hefur verið til staðar vilji valdhafa til að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustunnar þrátt fyrir að hér sé um að ræða grunnþjónustu við fólk sem háð er aðstoð samfélagsins til að geta lifað eðlilegu lífi. Brotin hafa verið lög á fötluðu fólki með fullri vitund Alþingis og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þá hafa samtökin margoft komið á framfæri við stjórnvöld skoðunum sínum á nauðsyn þess að endurskoða núverandi réttindagæslukerfi og eftirlit með þjónustu. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í því máli er afdráttarlaus; núverandi staða er óviðunandi. Ekki verður öllu fastar að orði kveðið. Áratugur er síðan Þroskahjálp lagði fram tillögur að úrbótum varðandi réttindagæslu fatlaðs fólks. Nefnd til að endurskoða réttindagæslu fatlaðs fólks var loks sett á laggirnar og skilaði ítarlegum tillögum og drögum að nýju frumvarpi til laga um réttindagæslu í mars 2009. Frá þeim tíma hafa tillögurnar legið hjá ráðherra, enn bólar ekki á viðbrögðum til úrbóta. Benda má á að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að réttindi skuli vera tryggð með öruggum hætti. Ísland hefur skrifað undir samninginn og ber að virða hann. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus í gagnrýni á stjórnun og skipulag þjónustu við fatlaða. Stofnunin leggur fram nokkar ábendingar til úrbóta. Landssamtökin Þroskahjálp geta tekið undir þær ábendingar. Samtökin leggja áherslu á að nú þegar verði farið í eftirfarandi úrbætur: 1. Lagt verði fram frumvarp til úrbóta í réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu bætt. Slíkt frumvarp liggur á borði Félags- og tryggingaráðherra og því má leggja það fram nú á haustþingi. 2. Lögð verði fram raunsæ áætlun um uppbyggingu búsetuþjónustu við fatlað fólk til að útrýma biðlistum. Brýnt er að Alþingi axli ábyrgð á núverandi ástandi og tryggi nauðsynlegar fjárveitingar þannig að farið verði að lögum og einstaklingum tryggð sú þjónusta sem nauðsynleg er til að lifa eðlilegu lífi. 3. Endurskoðun reglugerðar um búsetuþjónustu fatlaðs fólks verði lokið hið fyrsta og þar sett ákvæði er tryggi gæði þjónustu og hámarksbiðtíma til framtíðar. 4. Mótuð verði heildarstefna í þjónustu við fatlaða á Íslandi. 5. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur á Íslandi. Þannig fái mannréttindi fatlaðs fólks aukið vægi í íslensku samfélagi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar felur í sér alvarlegan boðskap um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart þjónustu við fatlað fólk. Hún kallar á að stjórnvöld axli ábyrgð sína og bregðist við með úrbótum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðherra að bregðast ekki þeirri skyldu sinni að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að lifa fullgildu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Fram koma alvarlegar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildarstefnu í málaflokknum skorti. Þá kemur fram að fjárveitingar til þjónustu eru ekki byggðar á mati á þjónustuþörf þrátt fyrir að lög kveði á um að svo skuli vera. Ekki sé fylgst með gæðum þjónustunnar né tryggt að jafnræðis sé gætt milli þjónustuþega. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að eftirlit með þjónustu við fatlaða sé óviðunandi. Gagngerar breytingar verði að gera á núverandi eftirlitskerfi til að tryggja hagsmuni notenda. Ríkisendurskoðun telur einnig alls kostar ótækt að engar reglur séu til um hámarksbiðtíma eftir lögbundinni þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í áratugi barist fyrir hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin hafa kallað eftir því að samþykkt verði heildarstefna í þjónustu við fatlað fólk hér á landi en skort hefur á pólitískan vilja til slíks. Félags- og tryggingamálaráðuneytið telur sig, skv. umræddri skýrslu, vinna skv. þeim drögum að stefnumótun sem lögð voru fram 2006 en raunveruleikinn er annar þegar kemur að veigamiklum þáttum eins og þjónustu við fatlaða fólk á heimilum sínum. Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þroskahjálp hefur í fleiri ár bent á þá lögleysu að umsækjendur um þjónustu fá engin svör um hvenær þeir geti vænst þess að lögbundin aðstoð standi til boða. Margendurtekið hefur verið bent á að fjárveitingar séu ekki byggðar á þjónustuþörf. Ekki hefur verið til staðar vilji valdhafa til að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustunnar þrátt fyrir að hér sé um að ræða grunnþjónustu við fólk sem háð er aðstoð samfélagsins til að geta lifað eðlilegu lífi. Brotin hafa verið lög á fötluðu fólki með fullri vitund Alþingis og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þá hafa samtökin margoft komið á framfæri við stjórnvöld skoðunum sínum á nauðsyn þess að endurskoða núverandi réttindagæslukerfi og eftirlit með þjónustu. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í því máli er afdráttarlaus; núverandi staða er óviðunandi. Ekki verður öllu fastar að orði kveðið. Áratugur er síðan Þroskahjálp lagði fram tillögur að úrbótum varðandi réttindagæslu fatlaðs fólks. Nefnd til að endurskoða réttindagæslu fatlaðs fólks var loks sett á laggirnar og skilaði ítarlegum tillögum og drögum að nýju frumvarpi til laga um réttindagæslu í mars 2009. Frá þeim tíma hafa tillögurnar legið hjá ráðherra, enn bólar ekki á viðbrögðum til úrbóta. Benda má á að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að réttindi skuli vera tryggð með öruggum hætti. Ísland hefur skrifað undir samninginn og ber að virða hann. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus í gagnrýni á stjórnun og skipulag þjónustu við fatlaða. Stofnunin leggur fram nokkar ábendingar til úrbóta. Landssamtökin Þroskahjálp geta tekið undir þær ábendingar. Samtökin leggja áherslu á að nú þegar verði farið í eftirfarandi úrbætur: 1. Lagt verði fram frumvarp til úrbóta í réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu bætt. Slíkt frumvarp liggur á borði Félags- og tryggingaráðherra og því má leggja það fram nú á haustþingi. 2. Lögð verði fram raunsæ áætlun um uppbyggingu búsetuþjónustu við fatlað fólk til að útrýma biðlistum. Brýnt er að Alþingi axli ábyrgð á núverandi ástandi og tryggi nauðsynlegar fjárveitingar þannig að farið verði að lögum og einstaklingum tryggð sú þjónusta sem nauðsynleg er til að lifa eðlilegu lífi. 3. Endurskoðun reglugerðar um búsetuþjónustu fatlaðs fólks verði lokið hið fyrsta og þar sett ákvæði er tryggi gæði þjónustu og hámarksbiðtíma til framtíðar. 4. Mótuð verði heildarstefna í þjónustu við fatlaða á Íslandi. 5. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur á Íslandi. Þannig fái mannréttindi fatlaðs fólks aukið vægi í íslensku samfélagi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar felur í sér alvarlegan boðskap um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart þjónustu við fatlað fólk. Hún kallar á að stjórnvöld axli ábyrgð sína og bregðist við með úrbótum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðherra að bregðast ekki þeirri skyldu sinni að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að lifa fullgildu lífi.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun