Umfjöllun: Akureyri tapaði stigi gegn Haukum Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 16. desember 2010 20:13 Haukar og Akureyri skildu jöfn ,23-23, á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tíman og bæði lið fengu tækifæri í lokin til þess að gera út um leikinn. Liðin spiluðu líklega besta varnarleik sem sést hefur á Íslandi í mörg ár og gríðarleg barátta einkenndi bæði lið. Birkir Ívar Guðmundsson var hreinlega stórkostlegur í marki Hauka og varði 23 skot en Bjarni Fritzson var atkvæðamestur hjá Akureyri með sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik í Hafnafirðinum í kvöld en Haukar tóku á móti Akureyri í 11.umferð N1-deild karla. Eftir frekar brösugt gengi framan af þá hafa Haukar verið að bæta leik sinn til muna. Þrír sigurleikir í röð hjá Haukum hefur gert það að verkum að liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig. Akureyringar eru aftur á móti liðið sem öll lið líta á sem mestu ógnina í deildinni. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í vetur og líta virkilega vel út. Akureyri tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn Fram og því spurning hvernig liðið myndi bregðast við í kvöld. Leikurinn hófst mjög svo rólega en bæði lið stilltu upp í 3-2-1 varnarleik sem reyndist erfiður viðureignar . Sóknir beggja liða voru mjög svo langar og leikmenn voru greinilega innstilltir á að vera skynsamir. Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik en Akureyri náði mest tveggja marka forskoti í hálfleiknum. Varnarmúr Akureyrar var gríðarlega þéttur og Haukar voru á köflum í stökustu vandræðum með að brjóta sér leið í gegn. Staðan í hálfleik var 11-11 en tölurnar tala sínu máli og því ekki mikið um góðan sóknarleik. Birkir Ívar var óstöðvandi í fyrri hálfleiknum og varði 11 skot en hann hélt heimamönnum inn í leiknum. Heimamenn komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi síðari hálfleiks 13-12 en eftir það var jafnt á öllum tölum. Leikurinn var oft á tíðum virkilega grófur og þurfti oft að ganga á milli leikmanna. Birkir Ívar hélt uppteknum hætti og varði eins og brjálæðingur í síðari hálfleiknum. Þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 16-16 og allt á suðurpunkti á Ásvöllum. Liðin skiptum á að hafa forystu út leiktímann. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var staðan var 23-23, Guðmundur Árni, leikmaður Hauka komst einn inn úr hægra horninu og náði ágætis skoti að marki Akureyringa, en Sveinbjörn Pétursson varði vel. Atli Hilmarsson tók um leið leikhlé og gestirnir stilltu upp í leikkerfi þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Boltinn barst til Geirs Gunnarssonar sem reyndi að ná skoti að marki Hauka en það gekk ekki og því jafntefli niðurstaðan. Virkilega skemmtilegur handboltaleikur sem bauð upp á frábæran varnarleik, stórbrotna markvörslu og háspennu, en það kæmi ekki á óvart ef þessi lið myndu enda tímabilið á því að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar - Akureyri 23-23 (11-11)Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Sigurmannsson 5 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 5/2 (7/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Tjörvi Þorgeirsson 4 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 2 (2), Jónatan Ingi Jónsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Freyr Brynjarsson 1 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson 0 (3),Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/3 (23/3, 48%)Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Guðmundur Árni, Freyr, Þórður Rafn)Fiskuð víti: 2 (Einar Örn, Stefán Rafn)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/3 (11/5), Heimir Örn Árnason 4 (5), Oddur Grétarsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Guðlaugur Arnarsson 2 (3), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Hörður Fannar Sigþórsson 0 (3),Varin skot: Stefán Guðnason 2 (2/1, 50%), Sveinbjörn Pétursson 16 (23, 41%).Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2,Heimir, Oddur,).Fiskuð víti: 6 (Bjarni 4, Guðlaugur, Hörður).Utan vallar: 10 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Haukar og Akureyri skildu jöfn ,23-23, á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tíman og bæði lið fengu tækifæri í lokin til þess að gera út um leikinn. Liðin spiluðu líklega besta varnarleik sem sést hefur á Íslandi í mörg ár og gríðarleg barátta einkenndi bæði lið. Birkir Ívar Guðmundsson var hreinlega stórkostlegur í marki Hauka og varði 23 skot en Bjarni Fritzson var atkvæðamestur hjá Akureyri með sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik í Hafnafirðinum í kvöld en Haukar tóku á móti Akureyri í 11.umferð N1-deild karla. Eftir frekar brösugt gengi framan af þá hafa Haukar verið að bæta leik sinn til muna. Þrír sigurleikir í röð hjá Haukum hefur gert það að verkum að liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig. Akureyringar eru aftur á móti liðið sem öll lið líta á sem mestu ógnina í deildinni. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í vetur og líta virkilega vel út. Akureyri tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn Fram og því spurning hvernig liðið myndi bregðast við í kvöld. Leikurinn hófst mjög svo rólega en bæði lið stilltu upp í 3-2-1 varnarleik sem reyndist erfiður viðureignar . Sóknir beggja liða voru mjög svo langar og leikmenn voru greinilega innstilltir á að vera skynsamir. Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik en Akureyri náði mest tveggja marka forskoti í hálfleiknum. Varnarmúr Akureyrar var gríðarlega þéttur og Haukar voru á köflum í stökustu vandræðum með að brjóta sér leið í gegn. Staðan í hálfleik var 11-11 en tölurnar tala sínu máli og því ekki mikið um góðan sóknarleik. Birkir Ívar var óstöðvandi í fyrri hálfleiknum og varði 11 skot en hann hélt heimamönnum inn í leiknum. Heimamenn komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi síðari hálfleiks 13-12 en eftir það var jafnt á öllum tölum. Leikurinn var oft á tíðum virkilega grófur og þurfti oft að ganga á milli leikmanna. Birkir Ívar hélt uppteknum hætti og varði eins og brjálæðingur í síðari hálfleiknum. Þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 16-16 og allt á suðurpunkti á Ásvöllum. Liðin skiptum á að hafa forystu út leiktímann. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var staðan var 23-23, Guðmundur Árni, leikmaður Hauka komst einn inn úr hægra horninu og náði ágætis skoti að marki Akureyringa, en Sveinbjörn Pétursson varði vel. Atli Hilmarsson tók um leið leikhlé og gestirnir stilltu upp í leikkerfi þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Boltinn barst til Geirs Gunnarssonar sem reyndi að ná skoti að marki Hauka en það gekk ekki og því jafntefli niðurstaðan. Virkilega skemmtilegur handboltaleikur sem bauð upp á frábæran varnarleik, stórbrotna markvörslu og háspennu, en það kæmi ekki á óvart ef þessi lið myndu enda tímabilið á því að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar - Akureyri 23-23 (11-11)Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Sigurmannsson 5 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 5/2 (7/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Tjörvi Þorgeirsson 4 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 2 (2), Jónatan Ingi Jónsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Freyr Brynjarsson 1 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson 0 (3),Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/3 (23/3, 48%)Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Guðmundur Árni, Freyr, Þórður Rafn)Fiskuð víti: 2 (Einar Örn, Stefán Rafn)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/3 (11/5), Heimir Örn Árnason 4 (5), Oddur Grétarsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Guðlaugur Arnarsson 2 (3), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Hörður Fannar Sigþórsson 0 (3),Varin skot: Stefán Guðnason 2 (2/1, 50%), Sveinbjörn Pétursson 16 (23, 41%).Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2,Heimir, Oddur,).Fiskuð víti: 6 (Bjarni 4, Guðlaugur, Hörður).Utan vallar: 10 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira