Meirihluti efnaða fólksins Sóley Tómasdóttir skrifar 8. desember 2010 06:00 Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þarf bæði að skera niður útgjöld og afla meiri tekna. Félagshyggja snýst um að verja grunnþjónustuna og þá sem hennar njóta en ekki síður það fólk sem minnst hefur milli handanna. En ekki leið meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Sá meirihluti hefur valið að hlífa þeim efnuðu þess í stað. Reykjavíkurborg má hækka útsvarið um 0,25% og gæti aflað 713 milljóna króna. Í stað þess að fullnýta þessa heimild ákvað meirihluti borgarstjórnar að hækka útsvarið um 0,17% og afla 495 milljóna króna. Það þýðir að hver borgarbúi greiðir 170 krónur aukalega fyrir hverjar 100.000 krónur sem hann aflar. Meirihlutinn kýs sumsé að afla ekki 228 milljóna gegnum tekjutengt skattkerfi þótt heimild sé til. Hinsvegar á að sækja þessa peninga með því að hækka gjaldskrár um tugi prósenta en þær hækkanir leggjast þyngst á barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækkanir sem varða þjónustu við börn, þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili munu afla borginni 227 milljóna - eða einni milljón minna en fullnýtt útsvar hefði gert. Í stað þess að afla þessara tekna með 80 krónum á hvern 100.000 kall eins og skattkerfið býður upp á velur meirihlutinn að innheimta tekjurnar af barnafjölskyldum einum og algerlega óháð efnahag. Þannig munu foreldrar með tvö börn í 1.-4. bekk grunnskóla greiða tæplega 9.400 krónum meira á mánuði en áður fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili. Sama hvort foreldrarnir eru í sambúð eða einstæðir, og sama hvort þeir eru með 300.000 eða 2.000.000 króna í mánaðartekjur. Fyrrnefndi hópurinn hefði greitt 240 krónur aukalega gegnum útsvarið en sá síðarnefndi 1.600 krónur á mánuði. Meirihluti sem kýs að fara þessa leið er ekki meirihluti jöfnuðar eða mannúðar. Hann byggir ekki á þeirri samfélagssýn að sameiginlega grunnþjónustu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Væri hann það raunverulega hefði hann mætt aukinni tekjuþörf borgarinnar gegnum þá tekjuöflunarleið sem tryggir að fólk greiði í samræmi við efni í stað þess að láta barnafólk borga brúsann. Meirihlutinn sendir börnunum reikninginn í stað þess að jafna kjörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þarf bæði að skera niður útgjöld og afla meiri tekna. Félagshyggja snýst um að verja grunnþjónustuna og þá sem hennar njóta en ekki síður það fólk sem minnst hefur milli handanna. En ekki leið meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Sá meirihluti hefur valið að hlífa þeim efnuðu þess í stað. Reykjavíkurborg má hækka útsvarið um 0,25% og gæti aflað 713 milljóna króna. Í stað þess að fullnýta þessa heimild ákvað meirihluti borgarstjórnar að hækka útsvarið um 0,17% og afla 495 milljóna króna. Það þýðir að hver borgarbúi greiðir 170 krónur aukalega fyrir hverjar 100.000 krónur sem hann aflar. Meirihlutinn kýs sumsé að afla ekki 228 milljóna gegnum tekjutengt skattkerfi þótt heimild sé til. Hinsvegar á að sækja þessa peninga með því að hækka gjaldskrár um tugi prósenta en þær hækkanir leggjast þyngst á barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækkanir sem varða þjónustu við börn, þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili munu afla borginni 227 milljóna - eða einni milljón minna en fullnýtt útsvar hefði gert. Í stað þess að afla þessara tekna með 80 krónum á hvern 100.000 kall eins og skattkerfið býður upp á velur meirihlutinn að innheimta tekjurnar af barnafjölskyldum einum og algerlega óháð efnahag. Þannig munu foreldrar með tvö börn í 1.-4. bekk grunnskóla greiða tæplega 9.400 krónum meira á mánuði en áður fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili. Sama hvort foreldrarnir eru í sambúð eða einstæðir, og sama hvort þeir eru með 300.000 eða 2.000.000 króna í mánaðartekjur. Fyrrnefndi hópurinn hefði greitt 240 krónur aukalega gegnum útsvarið en sá síðarnefndi 1.600 krónur á mánuði. Meirihluti sem kýs að fara þessa leið er ekki meirihluti jöfnuðar eða mannúðar. Hann byggir ekki á þeirri samfélagssýn að sameiginlega grunnþjónustu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Væri hann það raunverulega hefði hann mætt aukinni tekjuþörf borgarinnar gegnum þá tekjuöflunarleið sem tryggir að fólk greiði í samræmi við efni í stað þess að láta barnafólk borga brúsann. Meirihlutinn sendir börnunum reikninginn í stað þess að jafna kjörin.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun