Plötusnúður í verslunarrekstri 3. desember 2010 16:30 Natalie er ánægð yfir að vera komin í verslunarrekstur en búðin Altari sérhæfir sig í gæðalegum bómullarfatnaði. Fréttablaðið/Stefán "Okkur langaði að opna búð með venjulegum fötum á góðu verði," segir Natalie Gunnarsdóttir, en hún opnaði nýverið fataverslun ásamt vinkonu sinni, Maríu Birtu, á Laugavegi 51 sem nefnist Altari. Natalie, sem flestir þekkja betur sem Dj Yamaho, ætlaði ekkert að fara í verslunarrekstur en lét til leiðast eftir að María, sem rekur verslunina Maníu, talaði hana til í að gera þetta með sér „Ég byrjaði náttúrulega 18 ára að vinna í Smash og svo fór ég yfir í Spúútnik en þar var ég í mörg ár, svo ég veit alveg hvað ég er að fara út í," segir Natalie en hún hefur gaman af því að hafa stjórn á vöruúrvalinu.Stórar ljósakrónur og viður einkenna útlit verslunarinnar. Fréttablaðið/StefánAltari einbeitir sér að undirstöðuflíkum eins og góðum bolum og peysum sem allir verða að eiga í fataskápnum að hennar sögn. „Ég er persónulega mjög hrifin af merkinu American Apparel en þeir vilja ekki senda til Íslands svo við fundum annað merki sem heitir Alternative Apparel sem býður góða vöru á góðu verði og einbeitir sér að „fair trade" verslunarháttum," segir Natalie en ásamt einföldum bómullarfatnaði frá þessu merki eru stöllurnar með gallabuxnamerkið Trip ásamt skarti, skóm og eru jafnvel að fá ilmandi líkamsolíur í næstu viku. „Við tökum gjarna við ábendingum frá fólki um góð merki sem vert er að skoða. Altari á að vera búð sem allir geta komið í og við ætlum okkar að vera í miðjunni á markaðnum," segir Natalie að lokum en búðina er að finna á Laugavegi 51. - áp Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Okkur langaði að opna búð með venjulegum fötum á góðu verði," segir Natalie Gunnarsdóttir, en hún opnaði nýverið fataverslun ásamt vinkonu sinni, Maríu Birtu, á Laugavegi 51 sem nefnist Altari. Natalie, sem flestir þekkja betur sem Dj Yamaho, ætlaði ekkert að fara í verslunarrekstur en lét til leiðast eftir að María, sem rekur verslunina Maníu, talaði hana til í að gera þetta með sér „Ég byrjaði náttúrulega 18 ára að vinna í Smash og svo fór ég yfir í Spúútnik en þar var ég í mörg ár, svo ég veit alveg hvað ég er að fara út í," segir Natalie en hún hefur gaman af því að hafa stjórn á vöruúrvalinu.Stórar ljósakrónur og viður einkenna útlit verslunarinnar. Fréttablaðið/StefánAltari einbeitir sér að undirstöðuflíkum eins og góðum bolum og peysum sem allir verða að eiga í fataskápnum að hennar sögn. „Ég er persónulega mjög hrifin af merkinu American Apparel en þeir vilja ekki senda til Íslands svo við fundum annað merki sem heitir Alternative Apparel sem býður góða vöru á góðu verði og einbeitir sér að „fair trade" verslunarháttum," segir Natalie en ásamt einföldum bómullarfatnaði frá þessu merki eru stöllurnar með gallabuxnamerkið Trip ásamt skarti, skóm og eru jafnvel að fá ilmandi líkamsolíur í næstu viku. „Við tökum gjarna við ábendingum frá fólki um góð merki sem vert er að skoða. Altari á að vera búð sem allir geta komið í og við ætlum okkar að vera í miðjunni á markaðnum," segir Natalie að lokum en búðina er að finna á Laugavegi 51. - áp
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira