Hættur á ferðamannastöðum 15. júní 2010 06:00 Sérstaða Íslands sem ferðamannalands er meðal annars fólgin í því frelsi og óhefta aðgengi sem fólk finnur fyrir þegar það heimsækir landið. Í tilefni slyssins við Látrabjarg á dögunum vil ég lengstra orða biðja þar til bær yfirvöld að hugsa sinn gang áður en farið er að setja upp rammgerðar girðingar og tálmanir hvar sem hætta getur leynst við vinsæla ferðamannastaði. Flestum mönnum er gefinn ákveðinn skammtur af skynsemi sem fleytir þeim tiltölulega óhappalítið í gegnum lífið. Hjá öðrum yfirgnæfir áhættusæknin, svo engar girðingar fá þeim hvort eð er haldið. Það er þessi heilbrigða skynsemi sem við megum hvorki vanmeta né vanvirða hjá mannskepnunni. Þannig eru meira að segja þýsk umferðaryfirvöld nú á síðustu tímum búin að uppgötva þennan sannleika og farin að grisja í skógi umferðarmerkinga í sínu heimalandi. Hafa til dæmis fjarlægt fjölda merkinga sem sýna bíl steypast fram af kanti eða kaja þar sem ekið er um bryggjur eða á bökkum áa. Sama á við um umferðarmerki sem sýna möguleika á snjókomu. Farið er að treysta á að fólk verði sjálft vart við snjókomuna og þurfi því ekki á sérstökum aðvörunum að halda! Hér á landi ættum við ekki að fara að tapa trú okkar á heilbrigða, mannlega skynsemi. Láta ekki skiltaskóga og keðjubunka yfirgnæfa íslenskar náttúruperlur. Að því leyti er t.d. nóg gert varðandi Gullfoss og Geysi, þótt frágangur í umhverfi og aðgengi sé þar að öðru leyti fyrir neðan allar hellur. Ekki þarf heldur að segja neinum að lífshættulegt geti verið að fara of nálægt bjargbrún. En í þeim tilfellum þar sem ósýnileg eða óvænt hætta er til staðar, eins og við lundaholurnar á Látrabjargi, þar sem menn geta auðveldlega misstigið sig á ystu brún, svo og í sambandi við lævísar öldutungurnar í Reynisfjöru, þar er sjálfsagt að geta um hættuna með áberandi hætti. Þar hefðum við þurft að vera fyrri til. Eru fleiri þekktir ferðamannastaðir þessu marki brenndir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðanir Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sérstaða Íslands sem ferðamannalands er meðal annars fólgin í því frelsi og óhefta aðgengi sem fólk finnur fyrir þegar það heimsækir landið. Í tilefni slyssins við Látrabjarg á dögunum vil ég lengstra orða biðja þar til bær yfirvöld að hugsa sinn gang áður en farið er að setja upp rammgerðar girðingar og tálmanir hvar sem hætta getur leynst við vinsæla ferðamannastaði. Flestum mönnum er gefinn ákveðinn skammtur af skynsemi sem fleytir þeim tiltölulega óhappalítið í gegnum lífið. Hjá öðrum yfirgnæfir áhættusæknin, svo engar girðingar fá þeim hvort eð er haldið. Það er þessi heilbrigða skynsemi sem við megum hvorki vanmeta né vanvirða hjá mannskepnunni. Þannig eru meira að segja þýsk umferðaryfirvöld nú á síðustu tímum búin að uppgötva þennan sannleika og farin að grisja í skógi umferðarmerkinga í sínu heimalandi. Hafa til dæmis fjarlægt fjölda merkinga sem sýna bíl steypast fram af kanti eða kaja þar sem ekið er um bryggjur eða á bökkum áa. Sama á við um umferðarmerki sem sýna möguleika á snjókomu. Farið er að treysta á að fólk verði sjálft vart við snjókomuna og þurfi því ekki á sérstökum aðvörunum að halda! Hér á landi ættum við ekki að fara að tapa trú okkar á heilbrigða, mannlega skynsemi. Láta ekki skiltaskóga og keðjubunka yfirgnæfa íslenskar náttúruperlur. Að því leyti er t.d. nóg gert varðandi Gullfoss og Geysi, þótt frágangur í umhverfi og aðgengi sé þar að öðru leyti fyrir neðan allar hellur. Ekki þarf heldur að segja neinum að lífshættulegt geti verið að fara of nálægt bjargbrún. En í þeim tilfellum þar sem ósýnileg eða óvænt hætta er til staðar, eins og við lundaholurnar á Látrabjargi, þar sem menn geta auðveldlega misstigið sig á ystu brún, svo og í sambandi við lævísar öldutungurnar í Reynisfjöru, þar er sjálfsagt að geta um hættuna með áberandi hætti. Þar hefðum við þurft að vera fyrri til. Eru fleiri þekktir ferðamannastaðir þessu marki brenndir?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun