Innlent

Hnúfu­bakur festist í þorskaneti

Myndir: Jurijs

Stór hnúfubakur flæktist í veiðarfærum netaveiðibátsins Hafborgarinnar í Skagafirði í gær. Ómögulegt var að losa hnúfubakinn þar til búið var að aflífa hann. Fréttavefurinn Feykir greinir frá þessu.



Hafborgin, sem er tæplega 10 tonna bátur, var að vitja þorskneta þegar Sævar Steingrímsson skipstjóri varð var við hnúfubakinn. Hvalurinn hafði flækst í netunum þannig að þau voru föst uppi í kjaftinum á honum. Ekki tókst Sævari að losa skepnuna og hringdi í land eftir aðstoð. Mat manna var að eina leiðin til að losa skepnuna án þess að tjón yrði á veiðarfærum væri að aflífa hana.

Eftir að hvalurinn var aflífaður var hann dreginn losaður og sökk hann þá í hafið. Sævar segir í samtali við Feyki að hann hafi ekki talið að nein hætta væri á ferðum þó skepnan hafi verið stærri en báturinn því hún var mjög máttfarin. Hvorki varð tjón á bát né veiðarfærum.



Vefur Feykis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×