Hvað er stjórnmálamenning? 12. nóvember 2010 06:00 Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hugtaka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hagsmunir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og hugtök og hvernig þeim er beitt. Þau koma óljóst fram hjá okkur og eru ekki til leiðsagnar eins og eðlilegt væri í heilbrigðu umhverfi stjórnmála. Það er líkt og stjórnmálamenn starfi lítið eftir hugmyndum heldur næstum eingöngu eftir hagsmunum. Þessi staðreynd hefur greinileg áhrif á umræðuhefðina sem er hefð átaka. Væru hugmyndir leiðarhnoða sem hægt væri að leiða sig eftir væru umræður um stjórnmál mun gagnlegri og til meiri upplýsingar en nú er. Umræðan hjá okkur fer fljótt að beinast að átökum, ekki að kryfja mál til mergjar heldur að finna höggstað á viðmælanda. Það virkar illa á áheyrendur sem skynja að slíkar umræður eru ekki til að leysa vanda. Annað sem við þurfum að ala okkur upp í er að sýna ábyrgð og rækta traust. Þingmenn verða að vakna við þann vonda draum að rúmlega sjö af hverjum hundrað bera traust til Alþingis. Hvaða vinnustaður getur skellt skollaeyrum við slíku? Hvaða traust á stjórnmálaflokkur skilið sem gengur til samstarfs við stjórnarmyndun um eitt brýnasta mál samfélagsins með því að lýsa því strax yfir að hann sé andsnúinn því? Hver er ábyrgðin sem hann gengst undir? Þetta brýtur gegn stjórnmálamenningu sem er heilbrigð, enda er nú að koma á daginn að flokkurinn hopar frá þeirri verklegu lausn sem hann hafði gengist undir. Ótrúlega lágt leggst Alþingi þegar þingmenn úr öllum flokkum nema einum bera fram tillögu um að sneiða hjá lögum sem það sama þing hefur áður samþykkt um viðræður við Evrópusambandið til að þjóna stundarhagsmunum. Slík framkoma í stjórnmálum hlýtur að teljast viðundur meðal annarra Evrópuþjóða. Kannski eru þessir þingmenn að undirstrika að þeir eigi enga samleið með Evrópu. Getur nokkur heilbrigður einstaklingur borið traust til slíks þings? Við verðum að koma hér á festu og samkvæmni í þingstörfum og við setningu laga, Alþingi þarf líka eftirlitsstofnun á þessu sviði. Stjórnvöld starfa losaralega, stefna til lengri tíma er lítið á dagskrá. Starfshópar innan stjórnkerfis fá ekki erindisbréf, bóka ekki niðurstöður og skila ekki skýrslu um hver árangur hafi orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er nefnt dæmi af ráðherranefnd sem vissi varla að hún væri til, hvað þá að hún gerði eitthvað. Fólk hefur ímugust á stjórnmálaflokkum og margir vilja losna við þá. Það yrði merki um hnignun. Við finnum engin betri tæki til að beita í stjórnmálum en flokka en þá má bæta. Mig grunar að félagsstarf innan flokkanna sé nú á dögum mun minna en var fyrir nokkrum áratugum. Flokkarnir starfræktu þá stjórnmálaskóla sem líklega voru nær eingöngu flokksskólar. Við þurfum uppeldisskóla í stjórnmálum þar sem kennt er að umgangast hugmyndir og hugtök af skilningi og virðingu, þar sem menn læra hvar ábyrgð liggur og hvernig eigi að vinna og rækta traust á þessu sviði. Einnig hvernig stjórnmálamenn eiga að vinna með almenningi en ekki til að blekkja hann. Væntanlegt stjórnlagaþing gæti tekið þetta til umræðu og skilað um það áliti til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hugtaka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hagsmunir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og hugtök og hvernig þeim er beitt. Þau koma óljóst fram hjá okkur og eru ekki til leiðsagnar eins og eðlilegt væri í heilbrigðu umhverfi stjórnmála. Það er líkt og stjórnmálamenn starfi lítið eftir hugmyndum heldur næstum eingöngu eftir hagsmunum. Þessi staðreynd hefur greinileg áhrif á umræðuhefðina sem er hefð átaka. Væru hugmyndir leiðarhnoða sem hægt væri að leiða sig eftir væru umræður um stjórnmál mun gagnlegri og til meiri upplýsingar en nú er. Umræðan hjá okkur fer fljótt að beinast að átökum, ekki að kryfja mál til mergjar heldur að finna höggstað á viðmælanda. Það virkar illa á áheyrendur sem skynja að slíkar umræður eru ekki til að leysa vanda. Annað sem við þurfum að ala okkur upp í er að sýna ábyrgð og rækta traust. Þingmenn verða að vakna við þann vonda draum að rúmlega sjö af hverjum hundrað bera traust til Alþingis. Hvaða vinnustaður getur skellt skollaeyrum við slíku? Hvaða traust á stjórnmálaflokkur skilið sem gengur til samstarfs við stjórnarmyndun um eitt brýnasta mál samfélagsins með því að lýsa því strax yfir að hann sé andsnúinn því? Hver er ábyrgðin sem hann gengst undir? Þetta brýtur gegn stjórnmálamenningu sem er heilbrigð, enda er nú að koma á daginn að flokkurinn hopar frá þeirri verklegu lausn sem hann hafði gengist undir. Ótrúlega lágt leggst Alþingi þegar þingmenn úr öllum flokkum nema einum bera fram tillögu um að sneiða hjá lögum sem það sama þing hefur áður samþykkt um viðræður við Evrópusambandið til að þjóna stundarhagsmunum. Slík framkoma í stjórnmálum hlýtur að teljast viðundur meðal annarra Evrópuþjóða. Kannski eru þessir þingmenn að undirstrika að þeir eigi enga samleið með Evrópu. Getur nokkur heilbrigður einstaklingur borið traust til slíks þings? Við verðum að koma hér á festu og samkvæmni í þingstörfum og við setningu laga, Alþingi þarf líka eftirlitsstofnun á þessu sviði. Stjórnvöld starfa losaralega, stefna til lengri tíma er lítið á dagskrá. Starfshópar innan stjórnkerfis fá ekki erindisbréf, bóka ekki niðurstöður og skila ekki skýrslu um hver árangur hafi orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er nefnt dæmi af ráðherranefnd sem vissi varla að hún væri til, hvað þá að hún gerði eitthvað. Fólk hefur ímugust á stjórnmálaflokkum og margir vilja losna við þá. Það yrði merki um hnignun. Við finnum engin betri tæki til að beita í stjórnmálum en flokka en þá má bæta. Mig grunar að félagsstarf innan flokkanna sé nú á dögum mun minna en var fyrir nokkrum áratugum. Flokkarnir starfræktu þá stjórnmálaskóla sem líklega voru nær eingöngu flokksskólar. Við þurfum uppeldisskóla í stjórnmálum þar sem kennt er að umgangast hugmyndir og hugtök af skilningi og virðingu, þar sem menn læra hvar ábyrgð liggur og hvernig eigi að vinna og rækta traust á þessu sviði. Einnig hvernig stjórnmálamenn eiga að vinna með almenningi en ekki til að blekkja hann. Væntanlegt stjórnlagaþing gæti tekið þetta til umræðu og skilað um það áliti til Alþingis.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun