Verðtrygging víki á undan höftum Óli Kr. Ármannsson skrifar 29. desember 2010 10:33 Hversu margir vilja veðja á að gengi krónunnar veikist ekki þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt, áhrif verði lítil á verðlag og lán hækki ekki í kjölfarið vegna verðtryggingar þeirra? Líklegt er að í hópi þeirra sem skulda megnið af húsnæði sínu verði fáir til að taka þessu veðmáli. Íslenska krónan hefur verið í höftum á árinu sem nú er að líða. Höftin hafa hjálpað til við að koma á stöðugleika í efnahagslífinu og við að ná niður verðbólgu. Til lengri tíma eru höft hins vegar skaðleg, koma í veg fyrir fjárfestingu og leiða ttil einangrunar. Stigið hafa fram hagfræðingar, svo sem Jón Daníelsson hjá London School of Economics, sem hafa kallað á tafarlaust afnám gjaldeyrishafta og í raun sagt mistök að láta þau vara jafnlengi og gert hefur verið. Á fyrri hluta komandi árs ætlar Seðlabankinn að birta endurskoðaða áætlun um afnám haftanna, enda ekki seinna vænna, nú þegar sér fyrir endann á efnahagsáætlun stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það væri hins vegar ekki úr vegi fyrir stjórnvöld að búa í haginn fyrir breytinguna og tryggja að veiking krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum komi ekki af stað annarri hrinu skuldavanda heimila með því að lán hækki í takt við hækkandi verðlag á innfluttri vöru. Í viðtali við Fréttablaðið í fyrrahaust benti Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Joseph Stiglitz réttilega á að verðtryggð lán væru áhættusamningar sem stjórnvöld hefðu átt að vara við. Hann sagði það sama um gengistryggð lán, sem síðan kom í ljós að voru raunar ólögleg að hluta og hefur verið girt enn betur fyrir með nýjum lögum. Stiglitz benti á að nær væri að tengja lán launavísitölu og endursemja um þau á þeim forsendum. Ekki verður annað séð en að þessar hugmyndir Nóbelsverðlaunahagfræðingsins verðskuldi alvarlega skoðun, því þarna mætti með lagasetningu fjarlægja stóran áhættuþátt tengdan afnámi gjaldeyrishafta. Hægur vandi er fyrir heimili landsins að halda að sér höndum í innkaupum á innfluttri vöru (annarri en nauðsynjavöru) og stýra neyslu sinni þannig að heimilishaldið fari ekki á hliðina. Eins og stendur er fólk hins vegar berskjaldað fyrir áhrifum verðhækkana á lán þess. Horfast verður í augu við að þjóðin losnar tæplega við krónuna í bráð. Á meðan ríður á að lágmarka skaðann sem af henni hlýst. Vísitölur sem settar eru á með lögum hlýtur að mega afnema með lögum. Þarna er ekkert meitlað í stein. Í nýútkominni skýrslu Seðlabankans til efnahags- og viðskiptaráðherra um peningastefnuna eftir höft er meira að segja velt upp hugmyndum um að breyta viðmiðunarvísitölu verðbólgumarkmiðs bankans. Bent er á að fræðileg rök séu fyrir því að verðbólgumarkmið bankans eigi að miða við þá vísitölu sem sýni mesta tregðu. „Sem gæti þá jafnvel verið launaþróun fremur en verðlagsþróun," segir í skýrslunni. Spurning hvort það sama á ekki við um vísitölutengingu lána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Hversu margir vilja veðja á að gengi krónunnar veikist ekki þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt, áhrif verði lítil á verðlag og lán hækki ekki í kjölfarið vegna verðtryggingar þeirra? Líklegt er að í hópi þeirra sem skulda megnið af húsnæði sínu verði fáir til að taka þessu veðmáli. Íslenska krónan hefur verið í höftum á árinu sem nú er að líða. Höftin hafa hjálpað til við að koma á stöðugleika í efnahagslífinu og við að ná niður verðbólgu. Til lengri tíma eru höft hins vegar skaðleg, koma í veg fyrir fjárfestingu og leiða ttil einangrunar. Stigið hafa fram hagfræðingar, svo sem Jón Daníelsson hjá London School of Economics, sem hafa kallað á tafarlaust afnám gjaldeyrishafta og í raun sagt mistök að láta þau vara jafnlengi og gert hefur verið. Á fyrri hluta komandi árs ætlar Seðlabankinn að birta endurskoðaða áætlun um afnám haftanna, enda ekki seinna vænna, nú þegar sér fyrir endann á efnahagsáætlun stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það væri hins vegar ekki úr vegi fyrir stjórnvöld að búa í haginn fyrir breytinguna og tryggja að veiking krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum komi ekki af stað annarri hrinu skuldavanda heimila með því að lán hækki í takt við hækkandi verðlag á innfluttri vöru. Í viðtali við Fréttablaðið í fyrrahaust benti Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Joseph Stiglitz réttilega á að verðtryggð lán væru áhættusamningar sem stjórnvöld hefðu átt að vara við. Hann sagði það sama um gengistryggð lán, sem síðan kom í ljós að voru raunar ólögleg að hluta og hefur verið girt enn betur fyrir með nýjum lögum. Stiglitz benti á að nær væri að tengja lán launavísitölu og endursemja um þau á þeim forsendum. Ekki verður annað séð en að þessar hugmyndir Nóbelsverðlaunahagfræðingsins verðskuldi alvarlega skoðun, því þarna mætti með lagasetningu fjarlægja stóran áhættuþátt tengdan afnámi gjaldeyrishafta. Hægur vandi er fyrir heimili landsins að halda að sér höndum í innkaupum á innfluttri vöru (annarri en nauðsynjavöru) og stýra neyslu sinni þannig að heimilishaldið fari ekki á hliðina. Eins og stendur er fólk hins vegar berskjaldað fyrir áhrifum verðhækkana á lán þess. Horfast verður í augu við að þjóðin losnar tæplega við krónuna í bráð. Á meðan ríður á að lágmarka skaðann sem af henni hlýst. Vísitölur sem settar eru á með lögum hlýtur að mega afnema með lögum. Þarna er ekkert meitlað í stein. Í nýútkominni skýrslu Seðlabankans til efnahags- og viðskiptaráðherra um peningastefnuna eftir höft er meira að segja velt upp hugmyndum um að breyta viðmiðunarvísitölu verðbólgumarkmiðs bankans. Bent er á að fræðileg rök séu fyrir því að verðbólgumarkmið bankans eigi að miða við þá vísitölu sem sýni mesta tregðu. „Sem gæti þá jafnvel verið launaþróun fremur en verðlagsþróun," segir í skýrslunni. Spurning hvort það sama á ekki við um vísitölutengingu lána.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun