Pólitísk málaferli 12. nóvember 2010 06:00 Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sakborningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þingpöllum. Þessi „atlaga“ að Alþingi er ekki einsdæmi; svipaðir atburðir hafa orðið á síðustu áratugum. Aldrei áður hafa slík mótmæli leitt til ákæru, hvað þá svona alvarlegrar. Lágmarksrefsing fyrir brot á 100. greininni er árs fangelsi, en hámark ævilangt. Umrædd grein á við mjög alvarleg brot, nefnilega valdaránstilraunir, og ljóst er að sakfelling hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf sakborninga, þótt fjarstæðukennt sé að þeir hafi ógnað „sjálfræði“ Alþingis. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að rjúfa „friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin“. Þetta mætti afgreiða sem ýkjur, ef ekki væri annað og meira í húfi, nefnilega frelsið til mótmæla. Sú hugmynd að ríkisvaldið megi „verja“ sig með svo heiftarlegum hætti gegn hættulausum mótmælum vekur óhug. Þótt litlar líkur virðist á sakfellingu á grundvelli 100. greinarinnar þá er ákæran ógnun við tjáningarfrelsið, því hún neyðir friðsama mótmælendur til að verja sig gegn ríkisvaldi sem fer offari, og það er ólíðandi í réttarríki að fólk sé ákært á fölskum forsendum eins og hér er gert. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, er æðsti yfirmaður skrifstofu Alþingis, sem fór fram á að kært yrði fyrir brot á 100. greininni, en lögreglan, sem rannsakaði málið, hafnaði því. Samt ákvað settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, að ákæra fyrir brot á þeirri grein, og hún ber því einnig ábyrgð á þessum pólitísku ofsóknum. Þau ofsafengnu viðbrögð gegn hættulausum mótmælendum sem felast í umræddri ákæru verður að stöðva. Alþingi ætti að þvo af sér smánina með því að setja Ástu af. Lára ætti að draga ákæruna til baka. Að öðrum kosti ætti dómsmálaráðherra að frelsa Láru úr ógöngunum með því að fella niður saksóknina með vísan í 29. grein stjórnarskrárinnar. Eingöngu þannig er hægt að koma í veg fyrir að þetta verði ævarandi smánarblettur á íslensku réttarfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sakborningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þingpöllum. Þessi „atlaga“ að Alþingi er ekki einsdæmi; svipaðir atburðir hafa orðið á síðustu áratugum. Aldrei áður hafa slík mótmæli leitt til ákæru, hvað þá svona alvarlegrar. Lágmarksrefsing fyrir brot á 100. greininni er árs fangelsi, en hámark ævilangt. Umrædd grein á við mjög alvarleg brot, nefnilega valdaránstilraunir, og ljóst er að sakfelling hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf sakborninga, þótt fjarstæðukennt sé að þeir hafi ógnað „sjálfræði“ Alþingis. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að rjúfa „friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin“. Þetta mætti afgreiða sem ýkjur, ef ekki væri annað og meira í húfi, nefnilega frelsið til mótmæla. Sú hugmynd að ríkisvaldið megi „verja“ sig með svo heiftarlegum hætti gegn hættulausum mótmælum vekur óhug. Þótt litlar líkur virðist á sakfellingu á grundvelli 100. greinarinnar þá er ákæran ógnun við tjáningarfrelsið, því hún neyðir friðsama mótmælendur til að verja sig gegn ríkisvaldi sem fer offari, og það er ólíðandi í réttarríki að fólk sé ákært á fölskum forsendum eins og hér er gert. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, er æðsti yfirmaður skrifstofu Alþingis, sem fór fram á að kært yrði fyrir brot á 100. greininni, en lögreglan, sem rannsakaði málið, hafnaði því. Samt ákvað settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, að ákæra fyrir brot á þeirri grein, og hún ber því einnig ábyrgð á þessum pólitísku ofsóknum. Þau ofsafengnu viðbrögð gegn hættulausum mótmælendum sem felast í umræddri ákæru verður að stöðva. Alþingi ætti að þvo af sér smánina með því að setja Ástu af. Lára ætti að draga ákæruna til baka. Að öðrum kosti ætti dómsmálaráðherra að frelsa Láru úr ógöngunum með því að fella niður saksóknina með vísan í 29. grein stjórnarskrárinnar. Eingöngu þannig er hægt að koma í veg fyrir að þetta verði ævarandi smánarblettur á íslensku réttarfari.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun