Innlent

Flogið til Skotlands klukkan tvö

Icelandair efnir til aukaflugs til Glasgow í Skotlandi, og verður brottför frá Keflavíkurflugvelli kl. 14.00. Í tilkynningu frá félaginu segir að heimild hafi fengist til flugsins. Í ljósi þess hversu margir farþegar eru staðsettir hér á landi sem strandaglópar vegna eldgossins hefur verið ákveðið að bjóða upp á flug þangað.

Gert er ráð fyrir að það nýtist einkum þeim sem voru bókaðir á flug til Manchester/Glasgow og til London sem hafa verið felld niður, og kjósa að ferðast á leiðarenda innan Bretlands og/eða Evrópu á eigin vegum.

Brottför frá Glasgow til Íslands síðdegis, verður kl. 18.05 að staðartíma. Icelandair hvetur farþega til þess að fylgjast áfram með fréttum og komu- og brottfarartímum á flugvöllum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×