Vilja alla flokka í meirihlutasamstarf 31. maí 2010 06:00 guðrún ágústa guðmundsdóttir Fulltrúar þeirra þriggja flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittust á óformlegum fundum í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að Vinstri græn hafi stungið upp á að komið yrði á fót stjórn allra flokkanna. Samfylkingin tapaði stórt í sveitarfélaginu og missti tvo fulltrúa. Þar á meðal bæjarstjórann, Lúðvík Geirsson, sem skipaði sjötta sæti listans. Vinstri græn héldu sínum fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn bætti verulega við sig og vann tvo menn. Stóru flokkarnir eiga því hvor sína fimm fulltrúana sem setur Vinstri græn í oddastöðu með sinn eina mann. Fulltrúar þeirra hittu hina flokkana á óformlegum fundum í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins vill flokkurinn láta reyna á samstjórn allra flokkanna. Skilaboðin frá kjósendum hafi verið ákall um breytingar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti flokksins, segist mjög hugsi yfir því hve fáir mættu á kjörstað og hve margir skiluðu auðu. „Hér voru ekki nema 65% sem mættu á kjörstað og 15% af þeim sem mættu skiluðu auðu. Ef einhvern tímann eru gefin skilaboð um að hugsa hlutina upp á nýtt þá er það núna.“ Lúðvík segir niðurstöðu kosninganna mikil vonbrigði fyrir flokkinn. Hann vann stórsigur í síðustu kosningum og sjö menn og stefndi að því að halda sex núna. „Við erum að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni fyrir myndun meirihluta. Jafnaðar- og félagshyggjuflokkarnir eru saman með meirihluta og mér finnst það skýr skilaboð frá kjósendum.“ Lúðvík segir vinstri flokkana hafa talað fyrir samstarfi fyrir kosningar og það ætti enn að standa. Hann vildi ekki segja hvort flokkurinn gerði kröfu um að hann yrði bæjar-stjóri. Heimildir blaðsins herma að Vinstri græn geri ráð fyrir að Guðrún verði bæjarstjóri, verði af samstjórn. Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist í skýjunum eftir stórsigur flokksins. Hann segir menn opna fyrir ýmsum samstarfsmöguleikum, en ekkert sé fast í hendi ennþá. „Fólk er að ræða saman og við erum opin fyrir því að skoða ýmislegt. Það er hins vegar ekkert áþreifanlegt komið ennþá og allir möguleikar opnir.“ Taka verði tillit til þeirra skilaboða sem kjósendur gáfu í kosningunum og með lítilli þátttöku.kolbeinn@frettabladid.is lúðvík geirsson Kosningar 2010 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fulltrúar þeirra þriggja flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittust á óformlegum fundum í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að Vinstri græn hafi stungið upp á að komið yrði á fót stjórn allra flokkanna. Samfylkingin tapaði stórt í sveitarfélaginu og missti tvo fulltrúa. Þar á meðal bæjarstjórann, Lúðvík Geirsson, sem skipaði sjötta sæti listans. Vinstri græn héldu sínum fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn bætti verulega við sig og vann tvo menn. Stóru flokkarnir eiga því hvor sína fimm fulltrúana sem setur Vinstri græn í oddastöðu með sinn eina mann. Fulltrúar þeirra hittu hina flokkana á óformlegum fundum í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins vill flokkurinn láta reyna á samstjórn allra flokkanna. Skilaboðin frá kjósendum hafi verið ákall um breytingar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti flokksins, segist mjög hugsi yfir því hve fáir mættu á kjörstað og hve margir skiluðu auðu. „Hér voru ekki nema 65% sem mættu á kjörstað og 15% af þeim sem mættu skiluðu auðu. Ef einhvern tímann eru gefin skilaboð um að hugsa hlutina upp á nýtt þá er það núna.“ Lúðvík segir niðurstöðu kosninganna mikil vonbrigði fyrir flokkinn. Hann vann stórsigur í síðustu kosningum og sjö menn og stefndi að því að halda sex núna. „Við erum að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni fyrir myndun meirihluta. Jafnaðar- og félagshyggjuflokkarnir eru saman með meirihluta og mér finnst það skýr skilaboð frá kjósendum.“ Lúðvík segir vinstri flokkana hafa talað fyrir samstarfi fyrir kosningar og það ætti enn að standa. Hann vildi ekki segja hvort flokkurinn gerði kröfu um að hann yrði bæjar-stjóri. Heimildir blaðsins herma að Vinstri græn geri ráð fyrir að Guðrún verði bæjarstjóri, verði af samstjórn. Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist í skýjunum eftir stórsigur flokksins. Hann segir menn opna fyrir ýmsum samstarfsmöguleikum, en ekkert sé fast í hendi ennþá. „Fólk er að ræða saman og við erum opin fyrir því að skoða ýmislegt. Það er hins vegar ekkert áþreifanlegt komið ennþá og allir möguleikar opnir.“ Taka verði tillit til þeirra skilaboða sem kjósendur gáfu í kosningunum og með lítilli þátttöku.kolbeinn@frettabladid.is lúðvík geirsson
Kosningar 2010 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira