Umfjöllun: Andlausir ÍR-ingar auðveld bráð fyrir KR Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 25. mars 2010 18:20 Morgan Lewis tróð nokkrum sinnum með tilþrifum í kvöld. Mynd/Valli KR er komið í 1-0 gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir frekar auðveldan sigur á andlausum ÍR-ingum, 98-81. Leikurinn fór rólega af stað. Svolítil værukærð yfir mönnum og ekki að sjá að liðin væru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. ÍR-ingar fljótari að vakna en KR-ingar hófu þó leik eftir fímm mínútur og komust þá fljótt yfir. Morgan Lewis var óvenju líflegur í liði KR og gerði eitthvað annað en reyna viðstöðulausar körfur. Nemanja Sovic heitastur í ÍR-liðinu og setti meðal annars níður fína þrista. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 24-22. KR-ingar settu aðeins í gírinn í öðrum leikhluta, leiddir af Lewis, sem fór hamförum, byrjuðu þeir að breikka bilið á milli liðanna. Mestur var munurinn 14 stig en í leikhléi munaði tíu stigum á liðunum, 52-42. Það vantaði miklu meiri grimmd í ÍR-liðið og KR þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir því að skora. KR virtist aðeins vera í þriðja gír samt jókst munurinn á milli liðanna. Það var bara ekkert að gerast hjá ÍR. Staðan 77-58 fyrir KR þegar einn leikhluti var eftir. Þegar munurinn var orðinn 20 stig, 81-61, datt Jarvis í gírinn og kveikti vel í ÍR-liðinu með tveim þriggja stiga körfum. ÍR náði muninum niður í 12 stig en þá tók KR völdin á ný og landaði að lokum sanngjörnum sigri, 98-81. Morgan Lewis magnaður í liði KR og sýndi loks hvað hann getur. Pavel ótrúlega seigur og margir að leggja hönd á plóginn enda er KR flott lið. Það saknaði Tommy Johnson ekki neitt í leiknum og spurning hvort KR-liðið sé ekki hreinlega betra án hans? Hjá ÍR réð andleysið ríkjum. Sovic góður framan af og Jarvis byrjaði allt of seint. Aðrir leikmenn voru afar slakir. KR-ÍR 98-81 (52-42) Stig KR: Morgan Lewis 30, Fannar Ólafsson 16, Darri Hilmarsson 12, Jón Orri Kristjánsson 12, Brynjar Þór Björnsson 10 (6 stoðsendingar), Pavel Ermolinskij 10 (15 fráköst, 16 stoðsendingar), Finnur Atli Magnússon 8.Stig ÍR: Robert Jarvis 29 (5 stoðsendingar), Nemanja Sovic 20, Kristinn Jónasson 10, Eiríkur Önundarson 8, Hreggviður Magnússon 6, Davíð Þór Fritzson 5, Elvar Guðmundsson 2, Steinar Arason 1. Dominos-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
KR er komið í 1-0 gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir frekar auðveldan sigur á andlausum ÍR-ingum, 98-81. Leikurinn fór rólega af stað. Svolítil værukærð yfir mönnum og ekki að sjá að liðin væru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. ÍR-ingar fljótari að vakna en KR-ingar hófu þó leik eftir fímm mínútur og komust þá fljótt yfir. Morgan Lewis var óvenju líflegur í liði KR og gerði eitthvað annað en reyna viðstöðulausar körfur. Nemanja Sovic heitastur í ÍR-liðinu og setti meðal annars níður fína þrista. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 24-22. KR-ingar settu aðeins í gírinn í öðrum leikhluta, leiddir af Lewis, sem fór hamförum, byrjuðu þeir að breikka bilið á milli liðanna. Mestur var munurinn 14 stig en í leikhléi munaði tíu stigum á liðunum, 52-42. Það vantaði miklu meiri grimmd í ÍR-liðið og KR þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir því að skora. KR virtist aðeins vera í þriðja gír samt jókst munurinn á milli liðanna. Það var bara ekkert að gerast hjá ÍR. Staðan 77-58 fyrir KR þegar einn leikhluti var eftir. Þegar munurinn var orðinn 20 stig, 81-61, datt Jarvis í gírinn og kveikti vel í ÍR-liðinu með tveim þriggja stiga körfum. ÍR náði muninum niður í 12 stig en þá tók KR völdin á ný og landaði að lokum sanngjörnum sigri, 98-81. Morgan Lewis magnaður í liði KR og sýndi loks hvað hann getur. Pavel ótrúlega seigur og margir að leggja hönd á plóginn enda er KR flott lið. Það saknaði Tommy Johnson ekki neitt í leiknum og spurning hvort KR-liðið sé ekki hreinlega betra án hans? Hjá ÍR réð andleysið ríkjum. Sovic góður framan af og Jarvis byrjaði allt of seint. Aðrir leikmenn voru afar slakir. KR-ÍR 98-81 (52-42) Stig KR: Morgan Lewis 30, Fannar Ólafsson 16, Darri Hilmarsson 12, Jón Orri Kristjánsson 12, Brynjar Þór Björnsson 10 (6 stoðsendingar), Pavel Ermolinskij 10 (15 fráköst, 16 stoðsendingar), Finnur Atli Magnússon 8.Stig ÍR: Robert Jarvis 29 (5 stoðsendingar), Nemanja Sovic 20, Kristinn Jónasson 10, Eiríkur Önundarson 8, Hreggviður Magnússon 6, Davíð Þór Fritzson 5, Elvar Guðmundsson 2, Steinar Arason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira