Fótbolti

Guardiola skrifar undir fljótlega

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Josep Guardiola mun að öllum líkindum undirrita nýjan samning við Barcelona um leið og hann kemur til Spánar frá Suður-Afríku þar sem hann er að fylgjast með HM.

Guardiola á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona en hann vildi ekki skrifa undir samning fyrr en nýr forseti væri kominn í brúnna.

Nú er ljóst að það er Sandro Rosell en í gær talaði varaforseti íþróttamála hjá félaginu við heimasíðu þess.

Hann greindi frá því að áhugi væri enn til staðar til að fá Cesc Fabregas til félagsins en neitaði að viðræður við Valencia um Juan Mata væru hafnar.

Hann er talinn vera efstur á óskalista Guardiola til að koma í stað Thierry Henry sem er farinn frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×