Körfubolti

Snæfellsliðið búið að vinna fjóra heimaleiki í röð í sömu stöðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sean Burton skoraði 24 stig þegar Snæfell sló út Grindavík á dögunum.
Sean Burton skoraði 24 stig þegar Snæfell sló út Grindavík á dögunum. Mynd/Daníel
Snæfellingar eru búnir að vinna fjóra heimaleiki í röð þar sem þeir hafa getað tryggt sig áfram í næstu umferð í úrslitakeppni. Snæfell getur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn vinni liðið KR í Stykkishólmi í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Snæfellsliðið hefur ekki klikkað að tryggja sig áfram á heimavelli síðan að liðið tapaði fyrir KR í undanúrslitaeinvíginu fyrir þremur árum. Snæfell var þá 2-1 yfir þegar KR kom í heimsókn og vann 104-80 sigur. KR tryggði sér síðan sæti í lokaúrslitunum með 76-74 sigri í framlengdum oddaleik.

Snæfell vann 110-93 sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitunum þegar Snæfellsliðið gat tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Snæfell hitti úr 19 af 32 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og fjórir leikmenn liðsins skoruðu 18 stig eða meira.

Síðustu heimaleikir Snæfells í sömu stöðu í úrslitakeppni.



Átta liða úrslit 2010


Annar leikur, Snæfell 1-0 yfir

Snæfell-Grindavík 110-93

(Sean Burton 24, Hlynur Bæringsson 23, Jón Ólafur Jónsson 20)

Snæfell vann einvígið 2-0

Átta liða úrslit 2009

Oddaleikur, staðan er 1-1

Snæfell-Stjarnan 73-71

(Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Þorvaldsson 17)

Snæfell vann einvígið 2-1

Undanúrslit 2008

Fjórði leikur, Snæfell 2-1 yfir

Snæfell-Grindavík 116-114 (framlengt, 106-106)

(Sigurður Þorvaldsson 37, Slobodan Subasic 23, Justin Shouse 21)

Snæfell vann einvígið 3-1

Átta liða úrslit 2008

Annar leikur, Snæfell 1-0 yfir

Snæfell-Njarðvík 80-66

(Justin Shouse 21, Slobodan Subasic 14)

Snæfell vann einvígið 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×