Íslenski boltinn

Björn Kristinn: Ánægður með vinnusemina hjá stelpunum

Stefán Pálsson skrifar
Úr leik Fylkis og Þór/KA í kvöld.
Úr leik Fylkis og Þór/KA í kvöld. Mynd/Valli
„Ég er virkilega ánægður með þessu þrjú stig sem við fengum hér í kvöld. Við mættum feikilega góðu liði og ég er mjög ánægður með framgang og vinnusemi stúlknanna. Stelpurnar stóðu sig mestmegnis mjög vel þó svo að við bökkuðum aðeins of mikið í síðari hálfleik þá héldu stelpurnar út og náðu að landa sigrinum," sagði þjálfari Fylkis, Björn Kristinn Björnsson. Hann var að vonum ánægður með sína leikmenn eftir 2-1 sigur á Þór/KA í Árbænum í kvöld.

Fylkisstúlkur voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum sem lagði grunninn að sigrinum. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður af okkar hálfu og með heppni hefðum við getað sett fleiri mörk. Þór/KA komast svo inn í leikinn þegar þær minnka muninn og koma síðan virkilega grimmar út í síðari hálfleik. Það gerist svo ósjálfrátt að við dettum of mikið til baka og ég var ekkert sérstaklega ánægður með seinni hálfleikinn hjá stelpunum. Samt sem áður var þetta mikill vinnusigur hjá okkur og við sýndum mikla baráttu," sagði Björn Kristinn eftir leikinn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×