10% mannréttindi, 90% forréttindi 28. september 2010 06:00 Deilan um úthlutun fiskveiðiauðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra. Nú heyrast háværar öfugmælavísur úr líklegustu og ólíklegustu áttum varðandi hina svokölluðu samningaleið, sem eðlilegra væri að kalla svikaleiðina. Björn Valur Gíslason, þingmaður og skipstjóri hjá Brim hf., hélt því fram í Kastljósi sjónvarpsins þann 10. september sl. að samningaleiðin falli „eins og flís við rass" að markmiðum ríkisstjórnarinnar. Það gerir hún ekki, en fellur hins vegar vel að markmiðum vinnuveitanda hans, Brims hf. Málflutningur Björns Vals hefur enga tengingu við raunveruleikann, líkt og sjá má á samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar sem m.a. stendur: Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind. Hvernig getur sú ráðstöfun að úthluta sameiginlegri auðlind í hendur afmarkaðs hóps til áratuga fallið eins og flís við rass að þeim skýru markmiðum um að jafnræðis verði gætt við úthlutun og kvóta og aðgengi að auðlindinni? Menn sem halda slíku fram hljóta annaðhvort að vera flón, eða trúa því staðfastlega að mikill meirihluti landsmanna séu það. Þeir halda sig geta haft þjóðina að fíflum og rænt dýrmætustu auðlind hennar um hábjartan dag með lélegum sjónhverfingum. Kvótinn er jú „innkallaður" en er svo úthlutað aftur um leið, en til sömu aðila með samningum til áratuga! Þessir menn virðast telja að það sé nægjanlegt að þjóðin fái afgjald fyrir notkun á auðlindinni, með því séu kröfur Mannréttindanefndar SÞ uppfylltar, jafnvel þótt afgjaldið sé háð því að útgerðirnar sýni fram á greiðslugetu sína. Það munu þær hins vegar seint gera, enda munu þær halda áfram að skuldsetja sig í botn til að komast undan gjaldinu. Þeir munu síðan bíða þolinmóðir eftir því að verndarar þeirra komist aftur til valda. Þegar það gerist munu þeir vera með öll tromp á hendi, örugga samninga um einkarétt á nýtingu auðlindarinnar til áratuga.Hvað eftir annað hefur komið fram í viðtölum við fulltrúa stjórnmálaflokkanna í svikanefndinni að kýrskýrt loforð stjórnarsáttmálans sem fjallar um innköllun og endurráðstöfun á 20 ára tímabili muni ekki verða efnt, enda var það sett í hendur LÍÚ að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að skila þessum forréttindum til fólksins í landinu. Nefndin ákvað upp á sitt einsdæmi að falla frá loforði ríkisstjórnarsáttmálans og fjallaði því ekki um það hvernig þessi innköllun ætti að fara fram, heldur hvernig ætti að tryggja að hún gæti aldrei farið fram. Það verður tryggt með sviksamlegum samningum við útgerðirnar.Kröfur stjórnarskrárinnar um jafnræði við takmörkun á atvinnufrelsi hafa heldur enga merkingu í hugum þessara manna. Þeir telja nefnilega að það dugi að kasta litlu beini í almúgann og éta svo steikina sjálfir.Það hyggjast þeir gera með því að afhenda að lágmarki 90% auðlindarinnar núverandi kvótahöfum með samningum til áratuga, í stað eins árs í senn eins og nú er. Jafnræðis við takmörkun á atvinnufrelsi telja þeir að sé gætt með því að afgangur þjóðarinnar nagi beinið, þessi 5-10% sem eftir standa, líkt og nú er. LÍÚ og skósveinar þeirra í „sáttanefndinni" hafa kveðið upp sinn dóm. Að hámarki 10% jafnræði við úthlutun sameiginlegra auðlinda verður að duga Íslendingum, hámarkið á Íslandi er 10% mannréttindi svo vernda megi þeirra eigin forréttindi.Sérhagsmunaöflin hafa því bersýnilega vald til að ákvarða hvort almennir borgarar þessa lands fái notið þeirra mannréttinda sem þeim annars ættu að vera tryggð samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Slíkt þekkist hvergi í heiminum nema í löndum kenndum við banana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Deilan um úthlutun fiskveiðiauðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra. Nú heyrast háværar öfugmælavísur úr líklegustu og ólíklegustu áttum varðandi hina svokölluðu samningaleið, sem eðlilegra væri að kalla svikaleiðina. Björn Valur Gíslason, þingmaður og skipstjóri hjá Brim hf., hélt því fram í Kastljósi sjónvarpsins þann 10. september sl. að samningaleiðin falli „eins og flís við rass" að markmiðum ríkisstjórnarinnar. Það gerir hún ekki, en fellur hins vegar vel að markmiðum vinnuveitanda hans, Brims hf. Málflutningur Björns Vals hefur enga tengingu við raunveruleikann, líkt og sjá má á samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar sem m.a. stendur: Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind. Hvernig getur sú ráðstöfun að úthluta sameiginlegri auðlind í hendur afmarkaðs hóps til áratuga fallið eins og flís við rass að þeim skýru markmiðum um að jafnræðis verði gætt við úthlutun og kvóta og aðgengi að auðlindinni? Menn sem halda slíku fram hljóta annaðhvort að vera flón, eða trúa því staðfastlega að mikill meirihluti landsmanna séu það. Þeir halda sig geta haft þjóðina að fíflum og rænt dýrmætustu auðlind hennar um hábjartan dag með lélegum sjónhverfingum. Kvótinn er jú „innkallaður" en er svo úthlutað aftur um leið, en til sömu aðila með samningum til áratuga! Þessir menn virðast telja að það sé nægjanlegt að þjóðin fái afgjald fyrir notkun á auðlindinni, með því séu kröfur Mannréttindanefndar SÞ uppfylltar, jafnvel þótt afgjaldið sé háð því að útgerðirnar sýni fram á greiðslugetu sína. Það munu þær hins vegar seint gera, enda munu þær halda áfram að skuldsetja sig í botn til að komast undan gjaldinu. Þeir munu síðan bíða þolinmóðir eftir því að verndarar þeirra komist aftur til valda. Þegar það gerist munu þeir vera með öll tromp á hendi, örugga samninga um einkarétt á nýtingu auðlindarinnar til áratuga.Hvað eftir annað hefur komið fram í viðtölum við fulltrúa stjórnmálaflokkanna í svikanefndinni að kýrskýrt loforð stjórnarsáttmálans sem fjallar um innköllun og endurráðstöfun á 20 ára tímabili muni ekki verða efnt, enda var það sett í hendur LÍÚ að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að skila þessum forréttindum til fólksins í landinu. Nefndin ákvað upp á sitt einsdæmi að falla frá loforði ríkisstjórnarsáttmálans og fjallaði því ekki um það hvernig þessi innköllun ætti að fara fram, heldur hvernig ætti að tryggja að hún gæti aldrei farið fram. Það verður tryggt með sviksamlegum samningum við útgerðirnar.Kröfur stjórnarskrárinnar um jafnræði við takmörkun á atvinnufrelsi hafa heldur enga merkingu í hugum þessara manna. Þeir telja nefnilega að það dugi að kasta litlu beini í almúgann og éta svo steikina sjálfir.Það hyggjast þeir gera með því að afhenda að lágmarki 90% auðlindarinnar núverandi kvótahöfum með samningum til áratuga, í stað eins árs í senn eins og nú er. Jafnræðis við takmörkun á atvinnufrelsi telja þeir að sé gætt með því að afgangur þjóðarinnar nagi beinið, þessi 5-10% sem eftir standa, líkt og nú er. LÍÚ og skósveinar þeirra í „sáttanefndinni" hafa kveðið upp sinn dóm. Að hámarki 10% jafnræði við úthlutun sameiginlegra auðlinda verður að duga Íslendingum, hámarkið á Íslandi er 10% mannréttindi svo vernda megi þeirra eigin forréttindi.Sérhagsmunaöflin hafa því bersýnilega vald til að ákvarða hvort almennir borgarar þessa lands fái notið þeirra mannréttinda sem þeim annars ættu að vera tryggð samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Slíkt þekkist hvergi í heiminum nema í löndum kenndum við banana.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun