Fótbolti

Flugeldasýning hjá Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Real Madrid er á hárréttri leið undir stjórn José Mourinho miðað við frammistöðu liðsins í kvöld gegn Deportivo la Coruna.

Leikmenn Real spiluðu hreint út sagt frábæran fótbolta og þurftu ekki meira en rúman hálftíma til þess að slátra leiknum.

Þá var staðan orðin 3-0 fyrir Real en lokatölur urðu 6-1. Madridingar hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum enda léku þeir sér að vörn Deportivo hvað eftir annað.

Mörk Real skoruðu Ronaldo (2), Özil, Di Maria, Higuain og svo skoraði ze Castro afar skrautlegt sjálfsmark. Mark Deportivo skoraði Juan Rodriguez.

Real komst með sigrinum upp fyrir Barcelona á töflunni. Er núna stigi á undan Barcelona í þriðja sæti. Liðið er þrem stigum á eftir toppliði Valencia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×