Réttlæti fyrir alla Tryggvi Gíslason skrifar 29. október 2010 06:00 Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið, þarf að leysa skuldavanda heimilanna strax. Heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og standa undir rekstri þess. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa vandann: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasamtök, lífeyrissjóðir, samtök atvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmanns skuldara og talsmanns neytenda. Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um 20% er talinn nema ríflega 200 milljörðum króna. Spurt er, hvort - og hvernig greiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagst sammála niðurfærslu ef benda megi á hvar finna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn. Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinn skal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna, með hagnaði lífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísitölu síðan í maí 2008 og með greiðslum úr ríkissjóði. Rökin eru þessi: Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna á þriðjungsverði, en innheimta skuldirnar að fullu. Þeir eiga að gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna. Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50 milljörðum við almenna lækkun á húsnæðisskuldum heimilanna og muni sligast undan. Auk þess fái lífeyrisþegar stórlækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er á það minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalan var ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan í kjölfarið færði þeim stórfelldan hagnað - meðan heimilunum blæddi. Má ætla að framlag lífeyrissjóðanna til lækkunar skulda sé innan við fjórðungur af því. Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjú prósent af heildareignum lífeyrissjóða en eignirnar nema hátt á annað þúsund milljörðum. Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engar athugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjármálaráðherra heimild með neyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtaka bankana svo að þeir gætu staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum. Enginn greinarmunur var gerður á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinum sem áttu tugi eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður getur skattlagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargar heimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði. Að lokum: Réttlæti er fyrir alla - ekki aðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið, þarf að leysa skuldavanda heimilanna strax. Heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og standa undir rekstri þess. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa vandann: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasamtök, lífeyrissjóðir, samtök atvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmanns skuldara og talsmanns neytenda. Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um 20% er talinn nema ríflega 200 milljörðum króna. Spurt er, hvort - og hvernig greiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagst sammála niðurfærslu ef benda megi á hvar finna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn. Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinn skal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna, með hagnaði lífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísitölu síðan í maí 2008 og með greiðslum úr ríkissjóði. Rökin eru þessi: Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna á þriðjungsverði, en innheimta skuldirnar að fullu. Þeir eiga að gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna. Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50 milljörðum við almenna lækkun á húsnæðisskuldum heimilanna og muni sligast undan. Auk þess fái lífeyrisþegar stórlækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er á það minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalan var ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan í kjölfarið færði þeim stórfelldan hagnað - meðan heimilunum blæddi. Má ætla að framlag lífeyrissjóðanna til lækkunar skulda sé innan við fjórðungur af því. Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjú prósent af heildareignum lífeyrissjóða en eignirnar nema hátt á annað þúsund milljörðum. Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engar athugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjármálaráðherra heimild með neyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtaka bankana svo að þeir gætu staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum. Enginn greinarmunur var gerður á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinum sem áttu tugi eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður getur skattlagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargar heimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði. Að lokum: Réttlæti er fyrir alla - ekki aðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun