Fótbolti

Dómari segir að Ronaldo sé svindlari

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bo Larsen og Ronaldinho eru greinilega góðir vinir.
Bo Larsen og Ronaldinho eru greinilega góðir vinir.

Cristiano Ronaldo, stórstjarna Real Madrid, er óheiðarlegur leikmaður. Þetta segir danski dómarinn Claus Bo Larsen sem dæmdi í vikunni sinn síðasta leik í Meistaradeildinni þegar Ajax vann AC Milan á San Siro.

Larsen er 45 ára og segir að Ronaldo sé sá leikmaður sem erfiðast hafi verið að höndla á fjórtán ára ferli sem dómari.

Hann segir að Ronaldo sé sífellt að reyna að veiða ódýrar aukaspyrnur, þá sérstaklega á heimavelli. „Við dómararnir höfum þurft að ræða þetta fyrir leiki til þess að vera undirbúnir. Þegar hann lætur sig detta horfir hann til mín og brosir því hann veit að ég fell ekki fyrir þessu," segir Larsen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×