Ögmundur vill skoða niðurstöðuna betur Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. desember 2010 21:22 Ögmundur Jónasson var óánægður með fyrri samning um Icesave. Mynd/ Anton. „Áður en við gleypum þetta og samþykkjum, þá þurfum við að skoða niðurstöðuna vel. En þetta er mikill og góður árangur og mjög langt frá þeirri niðurstöðu sem við stóðum frammi fyrir," segir Ögmundur Jónasson, ráðherra og þingmaður VG, um nýjan Icesave samning. Ögmundur var einn þeirra stjórnarþingmanna sem lagðist gegn Icesavesamningunum fyrir rúmu ári síðan og galt fyrir það með ráðherraembætti sínu. „Ég gekk út úr ríkisstjórn vegna þess að mér var sagt að ef ég ekki samþykkti þá niðurstöðu sem fyrir lá haustið 2009 myndi stjórnin springa og hún myndi fara frá. Ég hafði engan áhuga á því að sprengja ríkisstjórnina en ekki heldur vildi ég gefa mig í þessu máli," segir Ögmundur í samtali við Vísi. Hann telur að það hafi komið á daginn, það sem hann taldi þá, að hægt væri að fá betri niðurstöðu en þá var talið. „Þetta er ævintýralega miklu betri niðurstaða en sú sem að við stóðum frammi fyrir haustið 2009 og sem þjóðin síðan hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því er ekkert saman að jafna og munar gríðarlegum upphæðum," segir Ögmundur. Ögmundur segir að þetta skipti ekki bara máli fyrir framtíð þjóðarbúsins heldur velferðarsamfélags á Íslandi. „Ég hef oft furðað mig á því hvað margir virðast glámskyggnir á það sem mér hefur allavega þótt vera augljóst, að þessar upphæðir telja allar. Þetta eru alvöru krónur og aurar og þegar að þær eru teknar frá okkur að þá þýða þær niðurskurð í velferðarþjónustu og menntastofnunum. Þar á meðal er Háskóli Íslands sem á ýmsa fræðimenn sem hafa gert lítið úr þessum skuldbindingum, segir Ögmundur. Icesave Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Áður en við gleypum þetta og samþykkjum, þá þurfum við að skoða niðurstöðuna vel. En þetta er mikill og góður árangur og mjög langt frá þeirri niðurstöðu sem við stóðum frammi fyrir," segir Ögmundur Jónasson, ráðherra og þingmaður VG, um nýjan Icesave samning. Ögmundur var einn þeirra stjórnarþingmanna sem lagðist gegn Icesavesamningunum fyrir rúmu ári síðan og galt fyrir það með ráðherraembætti sínu. „Ég gekk út úr ríkisstjórn vegna þess að mér var sagt að ef ég ekki samþykkti þá niðurstöðu sem fyrir lá haustið 2009 myndi stjórnin springa og hún myndi fara frá. Ég hafði engan áhuga á því að sprengja ríkisstjórnina en ekki heldur vildi ég gefa mig í þessu máli," segir Ögmundur í samtali við Vísi. Hann telur að það hafi komið á daginn, það sem hann taldi þá, að hægt væri að fá betri niðurstöðu en þá var talið. „Þetta er ævintýralega miklu betri niðurstaða en sú sem að við stóðum frammi fyrir haustið 2009 og sem þjóðin síðan hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því er ekkert saman að jafna og munar gríðarlegum upphæðum," segir Ögmundur. Ögmundur segir að þetta skipti ekki bara máli fyrir framtíð þjóðarbúsins heldur velferðarsamfélags á Íslandi. „Ég hef oft furðað mig á því hvað margir virðast glámskyggnir á það sem mér hefur allavega þótt vera augljóst, að þessar upphæðir telja allar. Þetta eru alvöru krónur og aurar og þegar að þær eru teknar frá okkur að þá þýða þær niðurskurð í velferðarþjónustu og menntastofnunum. Þar á meðal er Háskóli Íslands sem á ýmsa fræðimenn sem hafa gert lítið úr þessum skuldbindingum, segir Ögmundur.
Icesave Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira