Erfið staða á Alþingi Pétur Gunnarsson skrifar 21. september 2010 06:00 Alþingismenn glíma nú við það verkefni að vinna úr þingsályktunartillögum þingmannanefndar sem kennd er við Atla Gíslason. Leikreglurnar sem fylgt er voru ákveðnar þegar rannsóknarnefnd Alþingis var sett á laggirnar af ríkisstjórninni sem var við völd haustið 2008. Vonir um að Alþingi gæti náð sátt um úrvinnslu skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru farnar veg allrar veraldar. Strax haustið 2008 var ljóst að til þess gæti komið að kalla saman landsdóm vegna hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Rannsóknarnefnd Alþingis taldi þrjá ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafa vanrækt starfsskyldur sínar og fjallaði ítarlega um refsiheimildir vegna brota í störfum ráðherra. Enginn þeirra sem sat í þingmannanefndinni taldi þó viðunandi að leggja tillögur samhljóða niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar fyrir Alþingi. Það hefur lengi legið fyrir að landsdómur er ólíkur öðrum dómstólum í landinu. Þingmenn, ráðherrar og réttarfarsnefnd, sem er skipuð færustu sérfræðingum sem leiða þróun íslensks réttarfars, hefur ekki séð ástæðu til þess að láta lögbrot ráðherra fylgja sömu reglum og önnur sakamál. Voru þó hæg heimatökin. Atli Gíslason og Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa bæði bent á að mannréttindi þeirra sem ákærðir yrðu fyrir landsdómi séu tryggð. Skipulagið standist kröfur Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Nýlegt fordæmi í máli danska ráðherrans Ninn-Hansens staðfesti það. Þessum staðhæfingum Atla og Eyglóar hefur ekki verið hnekkt með rökum. Menn hljóta að gefa þeim mikið vægi enda hefur dómstóllinn í Strassborg verið aflvaki helstu réttarbóta í mannréttindamálum á Íslandi síðustu áratugi. Landsdómur og lögin um ráðherraábyrgð eru einnig einstök að því leyti hve skammur tími líður frá því að lögin eru brotin og þar til brotið telst fyrnt. Landsdómsfyrirkomulagið ívilnar þar ráðherrum umfram aðra landsmenn. Þetta er ástæðan fyrir því að margir draga í efa að landsdómsleið muni skila Íslendingum í rétta átt í uppgjöri við aðdraganda hrunsins. Nauðsynlegt sé að kafa dýpra en þessi leið geri ráð fyrir. Í því sambandi hefur Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, bent á að Alþingi geti samþykkt ályktun um að einstakar embættisfærslur ráðherra hafi verið ámælisverðar þótt hugsanleg lögbrot tengd þeim málum séu fyrnd. Þetta er athyglisverð hugmynd þótt hæpið sé að hún geti skapað sátt á Alþingi eða í þjóðfélaginu um að líta fram hjá gildandi lögum um ráðherraábyrgð og landsdóm. Hins vegar er ekki vafi á því að Alþingi á vandasama leið fyrir höndum næstu daga að leiða þetta mál til lykta. Hugsanlegir sakborningar fyrir landsdómi eru gamlir samstarfsmenn og samverkamenn margra núverandi þingmanna og ráðherra. Væntanlega verða margir þessara þingmanna og ráðherra kallaðir til vitnis fyrir landsdómi, komi hann saman. Færu þessir þingmenn með venjulegt ákæruvald þætti sjálfsagt að þeir hlífðu sjálfum sér og samfélaginu við beinni þátttöku í þeim ákvörðunum sem Alþingi þarf nú að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Pétur Gunnarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Alþingismenn glíma nú við það verkefni að vinna úr þingsályktunartillögum þingmannanefndar sem kennd er við Atla Gíslason. Leikreglurnar sem fylgt er voru ákveðnar þegar rannsóknarnefnd Alþingis var sett á laggirnar af ríkisstjórninni sem var við völd haustið 2008. Vonir um að Alþingi gæti náð sátt um úrvinnslu skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru farnar veg allrar veraldar. Strax haustið 2008 var ljóst að til þess gæti komið að kalla saman landsdóm vegna hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Rannsóknarnefnd Alþingis taldi þrjá ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafa vanrækt starfsskyldur sínar og fjallaði ítarlega um refsiheimildir vegna brota í störfum ráðherra. Enginn þeirra sem sat í þingmannanefndinni taldi þó viðunandi að leggja tillögur samhljóða niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar fyrir Alþingi. Það hefur lengi legið fyrir að landsdómur er ólíkur öðrum dómstólum í landinu. Þingmenn, ráðherrar og réttarfarsnefnd, sem er skipuð færustu sérfræðingum sem leiða þróun íslensks réttarfars, hefur ekki séð ástæðu til þess að láta lögbrot ráðherra fylgja sömu reglum og önnur sakamál. Voru þó hæg heimatökin. Atli Gíslason og Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa bæði bent á að mannréttindi þeirra sem ákærðir yrðu fyrir landsdómi séu tryggð. Skipulagið standist kröfur Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Nýlegt fordæmi í máli danska ráðherrans Ninn-Hansens staðfesti það. Þessum staðhæfingum Atla og Eyglóar hefur ekki verið hnekkt með rökum. Menn hljóta að gefa þeim mikið vægi enda hefur dómstóllinn í Strassborg verið aflvaki helstu réttarbóta í mannréttindamálum á Íslandi síðustu áratugi. Landsdómur og lögin um ráðherraábyrgð eru einnig einstök að því leyti hve skammur tími líður frá því að lögin eru brotin og þar til brotið telst fyrnt. Landsdómsfyrirkomulagið ívilnar þar ráðherrum umfram aðra landsmenn. Þetta er ástæðan fyrir því að margir draga í efa að landsdómsleið muni skila Íslendingum í rétta átt í uppgjöri við aðdraganda hrunsins. Nauðsynlegt sé að kafa dýpra en þessi leið geri ráð fyrir. Í því sambandi hefur Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, bent á að Alþingi geti samþykkt ályktun um að einstakar embættisfærslur ráðherra hafi verið ámælisverðar þótt hugsanleg lögbrot tengd þeim málum séu fyrnd. Þetta er athyglisverð hugmynd þótt hæpið sé að hún geti skapað sátt á Alþingi eða í þjóðfélaginu um að líta fram hjá gildandi lögum um ráðherraábyrgð og landsdóm. Hins vegar er ekki vafi á því að Alþingi á vandasama leið fyrir höndum næstu daga að leiða þetta mál til lykta. Hugsanlegir sakborningar fyrir landsdómi eru gamlir samstarfsmenn og samverkamenn margra núverandi þingmanna og ráðherra. Væntanlega verða margir þessara þingmanna og ráðherra kallaðir til vitnis fyrir landsdómi, komi hann saman. Færu þessir þingmenn með venjulegt ákæruvald þætti sjálfsagt að þeir hlífðu sjálfum sér og samfélaginu við beinni þátttöku í þeim ákvörðunum sem Alþingi þarf nú að taka.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun