Innlent

Gáttuð á ummælum um Jóhönnu Sigurðardóttur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svanfríður Lárusdóttir er gáttuð á afstöðu Jenis av Rana, þingmanns á færeyska Lögþinginu. Mynd/ Vilhelm.
Svanfríður Lárusdóttir er gáttuð á afstöðu Jenis av Rana, þingmanns á færeyska Lögþinginu. Mynd/ Vilhelm.

Formaður Samtakanna 78 á ekki til orð til að lýsa undrun sinni á afstöðu Jenis av Rana, formanns Miðjuflokksins í Færeyjum og þingmanns á færeyska Lögþinginu.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt í heimsókn til Færeyja í dag. Jenis brást illa við og sagði á vefnum Vagaportalurin að hann teldi heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínu Leósdóttur eiginkonu hennar vera ögrun. Hann ætlar ekki að vera viðstaddur kvöldverð sem Lögmaður Færeyja hefur boðið til ásamt íslensku forsætisráðherrahjónunum.

Svanfríður Lárusdóttir, formaður Samtakanna 78, hafði ekki heyrt af málinu þegar Vísir heyrði í henni hljóðið. Þó er óhætt að segja að hún hafi verið gáttuð á þessar afstöðu þingmannsins. „Maðurinn er náttúrlega ekki hæfur til þess að vera fulltrúi sinna kjósenda ef að hann treystir sér ekki til að hitta forsvarsmenn annarra þjóða á einhverjum svona forsendum," segir Svanfríður. Svanfríður segir það ótrúlegt að næstu nágrannaríki Íslendinga séu svona langt á eftir Íslendingum í mannréttindamálum.


Tengdar fréttir

Heittrúaður færeyskur þingmaður neitar að snæða með Jóhönnu

Jenis av Rana, formaður Miðjuflokksins í Færeyjum og þingmaður á færeyska Lögþinginu, neitar að mæta til kvöldverðarboðs með Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínú Leósdóttur sem að Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja hefur boðað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×