Innlent

Magma rætt í ríkisstjórn

Starfshópur sem stjórnvöld skipuðu til að meta lögmæti kaupa sænsks dótturfyrirtækis kanadíska fyrirtækisins Magma Energy á HS orku hefur skilað niðurstöðu sinni.

Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að niðurstaða hópsins verði kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. Mögulega vilji stjórnvöld fjalla nánar um málið eftir fundinn, en annars verði niðurstaðan væntanlega gerð opinber á föstudaginn.

Nefndin átti bæði að meta hvort kaupin stæðust íslensk lög jafnt sem samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×