Húsbændur og hjú Þorvaldar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 29. desember 2010 06:00 Stjórnlagaþingskosningarnar skiluðu því sem að var stefnt, stjórnlagaþingi þar sem fólki af landsbyggðinni er úthýst. Helsti sigurvegarinn Þorvaldur Gylfason var ánægður með niðurstöðuna og hafði engar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar. Hann sagði í sjónvarpsviðtali fyrir fjórum vikum að borg og sveit væru systur og að þeim myndi sem góðum systrum semja vel á stjórnlagaþinginu. Þorvaldur telur hins vegar að þeim systrum semji illa í kjördæmafyrirkomulaginu sem notað er við Alþingiskosningar, þar sem of margar systur sveitarinnar sitja til borðs með borginni. Það skipulag segir Þorvaldur að sé bæði ranglátt og orsaki spillingu í stjórnmálunum. Yfirlýsing Þorvaldar er þá sú að sveitasystir geti ekki gætt hlutar borgarsystur og því þurfi borgarsystirirn að gera það sjálf og þar að auki verði borgarsystirnin að taka að sér hlutverk sveitadömunnar. Að öðrum kosti muni þeim systrum ekki semja. Þá verður niðurstaðan eins og á stjórnlagaþinginu, sem er framundan, að sveitasysturinni er vísað frá borði og er ætlað það eitt að þjóna hinum útvöldu og óspilltu til borðs, þegjandi og hljóðalaust. Krafan um jafnt vægi atkvæða er ekki þegar allt er á botninn hvolft, krafa um jafnræði í afmörkuðum skilningi, heldur yfirlýsing um að hinir hæfari búi í borginni og hinir vanhæfari og spilltari þar fyrir utan. Þorvaldur Gylfason fellst fúslega á þær leikreglur að konur á höfuðborgarsvæðinu eigi að fá sínar kynsystur sem sína fulltrúa á stjórnlagaþinginu og að hann geti ekki verið kosinn fulltrúi þeirra. En hann fullkomlega sannfærður um það að hann eigi að vera fulltrúi kjósenda sveitarinnar, karla sem kvenna. Þeir kjósendur eru að hans mati af einhverjum ástæðum ekki þess verðugir að velja úr sínum hópi fulltrúa á fulltrúasamkomu þjóðarinnar. Ef svo yrði áfram þá mun þeim systrum borg og sveit ekki semja vel. Eina fyrirkomulagið sem Þorvaldur og skoðanabræður hans boða að friður geti verið um sé 19. aldar stéttarskipting þjóðarinnar í húsbændur og hjú með jafnaðarstefnu þar sem sumir eru jafnari en aðrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingskosningarnar skiluðu því sem að var stefnt, stjórnlagaþingi þar sem fólki af landsbyggðinni er úthýst. Helsti sigurvegarinn Þorvaldur Gylfason var ánægður með niðurstöðuna og hafði engar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar. Hann sagði í sjónvarpsviðtali fyrir fjórum vikum að borg og sveit væru systur og að þeim myndi sem góðum systrum semja vel á stjórnlagaþinginu. Þorvaldur telur hins vegar að þeim systrum semji illa í kjördæmafyrirkomulaginu sem notað er við Alþingiskosningar, þar sem of margar systur sveitarinnar sitja til borðs með borginni. Það skipulag segir Þorvaldur að sé bæði ranglátt og orsaki spillingu í stjórnmálunum. Yfirlýsing Þorvaldar er þá sú að sveitasystir geti ekki gætt hlutar borgarsystur og því þurfi borgarsystirirn að gera það sjálf og þar að auki verði borgarsystirnin að taka að sér hlutverk sveitadömunnar. Að öðrum kosti muni þeim systrum ekki semja. Þá verður niðurstaðan eins og á stjórnlagaþinginu, sem er framundan, að sveitasysturinni er vísað frá borði og er ætlað það eitt að þjóna hinum útvöldu og óspilltu til borðs, þegjandi og hljóðalaust. Krafan um jafnt vægi atkvæða er ekki þegar allt er á botninn hvolft, krafa um jafnræði í afmörkuðum skilningi, heldur yfirlýsing um að hinir hæfari búi í borginni og hinir vanhæfari og spilltari þar fyrir utan. Þorvaldur Gylfason fellst fúslega á þær leikreglur að konur á höfuðborgarsvæðinu eigi að fá sínar kynsystur sem sína fulltrúa á stjórnlagaþinginu og að hann geti ekki verið kosinn fulltrúi þeirra. En hann fullkomlega sannfærður um það að hann eigi að vera fulltrúi kjósenda sveitarinnar, karla sem kvenna. Þeir kjósendur eru að hans mati af einhverjum ástæðum ekki þess verðugir að velja úr sínum hópi fulltrúa á fulltrúasamkomu þjóðarinnar. Ef svo yrði áfram þá mun þeim systrum borg og sveit ekki semja vel. Eina fyrirkomulagið sem Þorvaldur og skoðanabræður hans boða að friður geti verið um sé 19. aldar stéttarskipting þjóðarinnar í húsbændur og hjú með jafnaðarstefnu þar sem sumir eru jafnari en aðrir.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar