Tíska og hönnun

Ólafur Elíasson með sýningu ársins í Berlín

Ólafur Elíasson stefnir á enn einn fullnaðarsigurinn.
Ólafur Elíasson stefnir á enn einn fullnaðarsigurinn.

„Þessi sýning er af þvílíkum gæðaflokki að hún hlýtur að verða valin sýning ársins," segir Gereon Sievernich, forstöðumaður Martin-Gropius-Bau-safnsins í Berlín.

Á miðvikudag opnar fyrsta sýning Ólafs Elíassonar myndlistarmanns í Berlín. Borgarbúar eru mjög spenntir fyrir sýningunni enda hefur Ólafur búið og starfað í Berlín síðan árið 1994. Hann hefur aldrei haldið svo stóra sýningu í borginni en sett í millitíðinni svip sinn á stórborgir á borð við New York, London, Stokkhólm, San Francisco og Feneyjar. Ekki má gleyma Reykjavík í þessu samhengi en glerhjúpur tónlistarhússins hlýtur að teljast eitt stærsta verk hans.

Ólafur hefur undirbúið sýninguna í þrjú ár. Hún heitir Innen Stadt AuBen, eða Innan borgar utan. Hann segist kanna tengslin milli safns og borgar, arkitektúr og landslags, tíma og rúms.

„Þetta er hjartans mál fyrir mig og tengist Berlín að miklu leyti," segir Ólafur sem hefur komið fjölda innsetninga fyrir víða um borgina á síðustu mánuðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×