Hætta ekki að spila fyrr en börnin mæta á Kaffibarinn 17. apríl 2010 08:30 Spilaglaðir feður Gísli Galdur og Benni ásamt frumburðum sínum, Hrafni Darra Benediktssyni og Bríeti Eyju Gísladóttur. fréttablaðið/vilhelm Benni B-Ruff og Gísli Galdur standa fyrir Pabbahelgum á Kaffibarnum. Þeir félagar segja föðurhlutverkið hafa opnað nýjar víddir en vilja þó ekki alveg gefa skemmtanalífið upp á bátinn. Plötusnúðarnir og feðurnir Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B-Ruff, og Gísli Galdur Þorgeirsson standa fyrir Pabbahelgum, nýjum tónlistarkvöldum sem haldin verða mánaðarlega á Kaffibarnum. Fyrsta Pabbahelgin fer fram í kvöld og er miklu stuði lofað. Aðspurðir segja plötusnúðarnir að hugmyndin að Pabbahelgunum hafi kviknað þegar unnustur þeirra voru óléttar og þeir ákváðu að þeyta skífum saman skyldi eitthvað út af bera. „Við höfðum spilað saman sem tvíeyki af og til um nokkurt skeið og ákváðum að „bakka“ hvor annan upp á meðan unnustur okkar voru óléttar þannig að ef annar okkar þyrfti að hlaupa frá þá gæti hinn klárað giggið. Við ákváðum einnig að spila saman síðustu giggin fyrir og eftir fæðingu hjá hvor öðrum af sömu ástæð. Stuttu síðar tókum við að okkur að spila heila helgi og einn félagi okkar skírði helgina pabbahelgi í gríni og þannig varð nafnið eiginlega til,“ útskýrir Benedikt. Strákarnir munu spila fjölbreytta tónlist á umræddum kvöldum og ætla ekki helga sig einni ákveðinni tónlistarstefnu. „Við ætlum að brjóta þetta svolítið upp og spila fjölbreytta tónlist þannig að fólk sé ekki að dansa við sama taktinn allt kvöldið,“ segir Gísli Galdur. Spurðir út í föðurhlutverkið segja þeir það yndislegt og að það hafi opnað nýjar víddir að eignast barn. Þeir segjast þó ekki ætla að gefa spilamennskuna upp á bátinn strax þrátt fyrir að vera orðnir feður. „Maður mun seint hætta að spila og örugglega ekki fyrr en dóttir mín fer að mæta á Kaffibarinn, þá segi ég þetta komið gott,“ segir Gísli Galdur og hlær. Pabbahelgin hefst stundvíslega klukkan 23.00 í kvöld. sara@frettabladid.is Menning Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Benni B-Ruff og Gísli Galdur standa fyrir Pabbahelgum á Kaffibarnum. Þeir félagar segja föðurhlutverkið hafa opnað nýjar víddir en vilja þó ekki alveg gefa skemmtanalífið upp á bátinn. Plötusnúðarnir og feðurnir Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B-Ruff, og Gísli Galdur Þorgeirsson standa fyrir Pabbahelgum, nýjum tónlistarkvöldum sem haldin verða mánaðarlega á Kaffibarnum. Fyrsta Pabbahelgin fer fram í kvöld og er miklu stuði lofað. Aðspurðir segja plötusnúðarnir að hugmyndin að Pabbahelgunum hafi kviknað þegar unnustur þeirra voru óléttar og þeir ákváðu að þeyta skífum saman skyldi eitthvað út af bera. „Við höfðum spilað saman sem tvíeyki af og til um nokkurt skeið og ákváðum að „bakka“ hvor annan upp á meðan unnustur okkar voru óléttar þannig að ef annar okkar þyrfti að hlaupa frá þá gæti hinn klárað giggið. Við ákváðum einnig að spila saman síðustu giggin fyrir og eftir fæðingu hjá hvor öðrum af sömu ástæð. Stuttu síðar tókum við að okkur að spila heila helgi og einn félagi okkar skírði helgina pabbahelgi í gríni og þannig varð nafnið eiginlega til,“ útskýrir Benedikt. Strákarnir munu spila fjölbreytta tónlist á umræddum kvöldum og ætla ekki helga sig einni ákveðinni tónlistarstefnu. „Við ætlum að brjóta þetta svolítið upp og spila fjölbreytta tónlist þannig að fólk sé ekki að dansa við sama taktinn allt kvöldið,“ segir Gísli Galdur. Spurðir út í föðurhlutverkið segja þeir það yndislegt og að það hafi opnað nýjar víddir að eignast barn. Þeir segjast þó ekki ætla að gefa spilamennskuna upp á bátinn strax þrátt fyrir að vera orðnir feður. „Maður mun seint hætta að spila og örugglega ekki fyrr en dóttir mín fer að mæta á Kaffibarinn, þá segi ég þetta komið gott,“ segir Gísli Galdur og hlær. Pabbahelgin hefst stundvíslega klukkan 23.00 í kvöld. sara@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira