Þú komst í hlaðið setur Íslandsmet á Tónlistanum Atli Fannar Bjarkason skrifar 21. október 2010 09:00 Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa setið á toppi Tónlistans með plötu sína Þú komst í hlaðið í fjóra mánuði. Mynd/Spessi „Djöfulsins klassi það - á þessum síðustu og verstu," segir stórsöngvarinn Helgi Björnsson þegar blaðamaður tjáir honum að plata hans og Reiðmanna vindanna, Þú komst í hlaðið, hafi eytt síðustu 16 vikum á toppi Tónlistans. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu (sem gaf út plötuna) og stjórnarmaður í Félagi hljómplötuframleiðenda, segir engin gögn til um að ein plata hafi verið á toppi Tónlistans samfleytt í fjóra mánuði. Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa því sett glæsilegt Íslandsmet. Laga- og Tónlistarnir eru birtir í fyrsta skipti í Fréttablaðinu í dag á blaðsíðu 40. Þeir voru áður birtir í Morgunblaðinu. Spurður um uppskriftina að slíkum vinsældum segir Helgi að þetta hafi verið spurning um að standa við gefin loforð. „Ég var búinn að vera að syngja og djamma lög í hestaferðum og tala um það lengi að gefa út hestamannaplötu," segir hann. „Ég henti plötunni saman og það gekk rosalega vel. Þannig að það var kjörið að gera aðra. Fólk hefur talað um að sú nýrri sé betri en hin - ég skal ekki leggja dóm á það sjálfur en við lögðum vel í hana." Þú komst í hlaðið hefur selst í tæplega 10.000 eintökum samkvæmt upplýsingum frá Senu, en fyrri plata Helga og Reiðmanna vindanna hefur selst í tæplega 9.000. En er sú þriðja væntanleg? „Ég veit það ekki. Hins vegar er strax byrjað að gauka að mér lögum - ég skal játa það," segir Helgi og bætir við að menn séu duglegir við að minna hann á hvaða lög hafi gleymst á fyrstu plötunum tveimur. „Verkefnið hefur einhvern veginn öðlast sjálfstæðan vilja." En útgefandinn er væntanlega æstur? „Ég efa það ekki. Ég er samt ekki búinn að gera nein plön um það. Það er fullt af öðrum hlutum sem þurfa að komast að fyrst," segir Helgi og laumar að blaðamanni að ný plata með SSSól sé jafnvel væntanleg í vor eða sumar. Lífið Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
„Djöfulsins klassi það - á þessum síðustu og verstu," segir stórsöngvarinn Helgi Björnsson þegar blaðamaður tjáir honum að plata hans og Reiðmanna vindanna, Þú komst í hlaðið, hafi eytt síðustu 16 vikum á toppi Tónlistans. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu (sem gaf út plötuna) og stjórnarmaður í Félagi hljómplötuframleiðenda, segir engin gögn til um að ein plata hafi verið á toppi Tónlistans samfleytt í fjóra mánuði. Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa því sett glæsilegt Íslandsmet. Laga- og Tónlistarnir eru birtir í fyrsta skipti í Fréttablaðinu í dag á blaðsíðu 40. Þeir voru áður birtir í Morgunblaðinu. Spurður um uppskriftina að slíkum vinsældum segir Helgi að þetta hafi verið spurning um að standa við gefin loforð. „Ég var búinn að vera að syngja og djamma lög í hestaferðum og tala um það lengi að gefa út hestamannaplötu," segir hann. „Ég henti plötunni saman og það gekk rosalega vel. Þannig að það var kjörið að gera aðra. Fólk hefur talað um að sú nýrri sé betri en hin - ég skal ekki leggja dóm á það sjálfur en við lögðum vel í hana." Þú komst í hlaðið hefur selst í tæplega 10.000 eintökum samkvæmt upplýsingum frá Senu, en fyrri plata Helga og Reiðmanna vindanna hefur selst í tæplega 9.000. En er sú þriðja væntanleg? „Ég veit það ekki. Hins vegar er strax byrjað að gauka að mér lögum - ég skal játa það," segir Helgi og bætir við að menn séu duglegir við að minna hann á hvaða lög hafi gleymst á fyrstu plötunum tveimur. „Verkefnið hefur einhvern veginn öðlast sjálfstæðan vilja." En útgefandinn er væntanlega æstur? „Ég efa það ekki. Ég er samt ekki búinn að gera nein plön um það. Það er fullt af öðrum hlutum sem þurfa að komast að fyrst," segir Helgi og laumar að blaðamanni að ný plata með SSSól sé jafnvel væntanleg í vor eða sumar.
Lífið Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira